Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1993, Side 55

Æskan - 01.01.1993, Side 55
tilfinningar sínar, talað um söknuðinn, létt á hjarta sínu í trúnaði og borið saman bækur sinar við aðra. Þú ert greini- lega á þessari leið. Ég skil vel að þú hafir orðið reið og sár þegar þú last um einhvern sem þér fannst ekki kunna að meta það að eiga mömmu á lífi. Boðskapur þinn til hinna krakkanna er: „Notið tímann vel með foreldrum ykk- ar á meðan þið hafið þá hjá ykkur og gerið ykkur ekki rellu út af smámunum. “ Skriftin er skýr og örugg og gæti borið vott um staðfestu og nákvæmni. HEIMÞRÁ Kæra Nanna Kolbrún! Ég hef skrifað áður en því bréfi var ekki svarað. Vertu svo góð að svara mér núna! 1. Ég er tfu ára og átti einu sinni heima í kaupstað fyrir aust- an. En núna eigum við fjölskyld- an heima fjarri þeim stað og ég er með mikla heimþrá eftir að við fluttum. Mérfinnst allt leiðinlegt. Ég hef breyst, er orðin leiðin- leg, skrökva mikið og ef ég er reið eða í fýlu þá endar það með því að það bitnar á öllum. Vertu svo góð að svara mér áður en ég ærist af heimþrá. 2. Ég á eina systur og þegar hún er með vinkonu sinni þá segir hún bara Ijót orð við mig og spillir svo vinkonu minni. Hvað lestu úr skriftinni? Stelpan. Svar: Ég las bæði bréfin frá þér. Það var gott hjá þér að gefast ekki upp á skriftunum þó að svarið léti á sér standa. Það líður alltaf nokkur tími, stundum mánuður eða meira, frá því að þið sendið bréfin þangað til ég geng frá þættin- um. Því miður er ekki hægt að svara nema örfáum bréfum hverju sinni. Þess vegna er skynsamlegra, t.d. ef um að- kallandi vandamál er að ræða, að snúa sér annað en að bíða upp á von og óvon í margar vikur eftir að bréfinu verði svarað íÆskuvanda. En sjálfsagt er að lesa þátt- inn vel þó að bréfið, sem sent var, sé þar ekki að finna - því að oft er fjallað um vandamái sem mörg börn og unglingar eru að glíma við og þá geta kannski fleiri nýtt sér svörin. Þú ert í þeirri stöðu að vera 10 ára barn og ræður þar af leiðandi ekki miklu um búsetu fjölskyldunnar. Yfirieitt velja foreldrar búsetu vegna atvinnu eða menntunarmöguleika. Sumir velja þó einnig stað vegna tengsla við átthaga og skyldfólk. Það kemur ekki fram hjá þér hvernig það er í ykkar tilfelli. Foreldrar gera sér ekki alltaf grein fyrir hve erfitt það getur verið fyrir börn að skipta um umhverfi. Það reynir á marga þætti. Sumir krakkar eiga auðveit með að kynnast nýjum félögum en aðrir ekki. Það er líka margt að varast þegar komið er í nýtt umhverfi. í sumum hverfum eru nýir krakkar teknir fyrir og látnir finna að þeir komi utan frá. Sums staðar finnst börnum í bekknum og hverfinu mjög spennandi að fá nýja krakka í hópinn og þau eru forvitin um hagi þeirra. í þessum efnum er langbest að fara sér hægt og reyna að láta það ekki fara í taugarnar á sér þó að gangi seint að finna góða vini. í tengslum við búsetuskipti verða líka oft miklar breytingar á tengslum innan fjölskyldunn- ar. Þetta gæti átt við um þig og systur þína. Þið þurfið að ræða þessi mál á heimilinu og reyna öll að hjálpast að við að særa ekki hvert annað, ef til vill af misskilningi. Breytingarnar á þér sjálfri geta líka tengst aldrinum. Þú mátt kannski ekki tengja allt búsetunni. Samband ykkar systranna getur hafa breyst vegna aldurs ykkar. Það er oft sem bil á milli systkina eykst með aldrinum og á meðan það er að gerast getur verið að samkomulagið sé ekki alltaf sem best. Ég held að þú verðir að gæta þess að verða ekki of föst í þessu með búsetuna og ræða málið heima. Ég held að þú þurfir líka alveg nauðsyn- lega að komast í sumar í heim- sókn austur og halda við tengslunum þangað. Það gæti hjálpað þér mikið í þessum breytingum. MIKIL ÁST Kæra Æska! Ég er í miklum vanda. Það byrjaði þegar ég var nýorðin átta ára að sumri til og ég var að leika mér rótt eins og önnur börn. Þá sá ég tvo stráka vera að leika sér og fékk að vera með. Allt sumarið var ég með þeim og varð ástfangin af öðrum þeirra og hann varð ástfangin af mér. Við vorum saman í sex vik- ur og allt gekk mjög vel. En síðan byrjaði skólinn og hann fluttist brott. Einu og hálfu ári síðar kom hann aftur og fór í sama skóla og ég. En þegar ég talaði við hann var hann breyttur. Það var alveg eins og hann þekkti mig ekki. Hann vissi alveg hver ég var en vildi ekki láta vini sína vita að hann hefði verið með mér. Nú er ég tíu ára og hann ell- efu ára. Hann hefur einu sinni kysst mig síðan hann kom aftur. Ég er farin að fá martraðir vegna hans og vakna oft um miðja nótt. Og þegar ég er ein fer ég að gráta svo að augu mín verða rauð af tárum. Gerðu það, Æska, hjálpaðu mér! Ungfrú ástfangin. Svar: Þú ert nú í yngsta lagi til að gráta úr þér augun í ástarsorg. Ég held að þú blandir þarna saman því að vera góðir vinir og væntumþykjunni, sem fylg- ir því, og því að vera ástfangin. Þetta eru náskyldar tilfinningar en ekki þær sömu. P er greini- lega feiminn við þig og engan veginn tilbúinn til þess að nálgast þig núna. Reyndu að taka því og eignast fleiri góða vini og vinkonur og sjá til hvernig málin þróast. Kærar þakkir fyrir Æ S K A N 5 9

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.