Æskan - 01.04.1993, Blaðsíða 25
Bróöir minn haföi um morguninn
fengið lónaöan nýlegan hamar
hjá pabba og spýtur og nagla átti
hann og nú dundu hamarshöggin
úr kjallaranum. Drengurinn virtist
fara hamförum viö smíöarnar.
Ég læddist varlega niöur stigann
og út á hlaðið án þess að mamma
sæi mig. Ég var sár og leið yfir
óréttlætinu sem mér fannst ég
hafa verið beitt. Enginn var til að
leika sér við þó að það væri ekki
hið versta. Ein gat ég oft unað mér
vel en þegar skapið var slæmt og
aðstæður allar eins og lýst hefur
verið fannst mér ég eiga fjarska
bágt. Nú var ekki nema um eitt að
ræða og það var að komast yfir í
Hólmanesið. i Hólmanesinu áttum
við marga góða leikstaði og einn
af þeim var lítill hvammur í skjóli
klettanna.
Margir hvammar og skjólgóðir
staðir voru í nesinu okkar en einn
hafði sérstöðu og það var kirkju-
staðurinn okkar Huldu.
Æst í skapi þrammaði ég af stað
eftir fjörunni áleiðis í nesið. Á fót-
unum hafði ég gúmmískó og ég
var í þykkum ullarsokkum eins og
allir aðrir krakkar sem ég þekkti.
Annan skófatnað þekkti ég ekki og
haföi ekkert yfir honum að kvarta
nema þegar sokkarnir voru slitnir
og götóttir eða stoppaðir og marg-
stagaðir svo að viðgerðin meiddi
mig í fæturna. í þetta sinn voru
sokkarnir mínir í slæmu ástandi,
göt á tám og ég fann tærnar nudd-
ast við skóna. Á öðrum hælnum
haföi ég smásár eftir gúmmíið sem
kom þar við beran fótinn. Þessi göt
yröi ég sjálf að reyna að stoppa í í
kvöld eins og ég var lagin með
nálina eða hitt þó heldur.
Áfram hélt ég og nú stytti ég
mér leið og óð út í víkina þar sem
grynnst var. Sjórinn bullaði upp úr
skónum en mér var alveg sama þó
að ég væri blaut í lappirnar þegar
hlýtt var í veöri.
Og nú var ég á áfangastað -
kirkjustaðnum. Þannig hagaði til
frá náttúrunnar hendi að í
hvamminum litla voru smá þúfur,
svo þétt saman að þær mynduðu
bekk og þar gátu setið þrír eða fjór-
ir krakkar hlið við hlið.
Rétt fyrir framan þennan bekk
var nokkuð stór þúfa. Við höföum
hana fyrir predikunarstól og höfö-
um rekið spýtu niður í hana og
þar var þá kominn hinn virðuleg-
asti prestur.
Á sunnudögum að sumrinu fór-
um við Hulda þangað með brúð-
urnar okkar sem við höföum klætt
í bestu fötin þeirra. Við settumst á
kirkjubekkinn með börnin okkar
og helgistund hófst. Sjálfar lögð-
um við prestinum orð í munn til
skiptis, létum hann tala sem
minnst og þá einhver falleg orð.
Síðan sungum við vers sem við
kunnum, fórum með blessunar-
orðin og presturinn sagði amen.
Alltaf vorum við hátíðlegar eins
og vera bar og höstuðum stillilega
á brúðurnar ef þær voru með ein-
hver læti eins og börnum er tamt.
Þó að ég hafi í upphafi ekki ætl-
að að segja frá kirkjusiðunum okk-
ar get ég ekki látið vera að nefna
enn fleira í sambandi við prestinn
okkar sem ekki var nefndur annað
en nýi presturinn í seinni tíð.
Þetta var reyndar nýr prestur -
ný spýta. Áður höfðum við lengi
haft stóra fjöl, sem við fundum á
rekanum, til að gegna hlutverki
sálusorgarans. Sá hét séra Sæ-
mundur og þjónaði prestakallinu
með miklum sóma og göfuglyndi.
Marga brúðuna hafði hann skírt
og fermt og einu sinni stóð til jarð-
arför en af henni varð nú ekki af
óviðráðanlegum orsökum. En víst
var að söfnuðurinn var harmi lost-
inn einn sunnudag þegar hann
kom til messu og við honum blasti
auður predikunarstóllinn. Séra Sæ-
mundur var horfinn og hvernig
sem við leituðum fundum við
hvorki tangur né tetur af honum.
Holan í þúfunni þar sem við höfö-
um rekið hann niður gapti við
okkur. Auðvitað höfðum við
minningarathöfn um þann týnda
þegar við höfðum fundið annan
prest í hlutverkið. Enn þá var
hann kallaður nýi presturinn og
enginn gerði athugasemd við það.
Framhald
Æ S K A N 2 S