Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1993, Blaðsíða 42

Æskan - 01.04.1993, Blaðsíða 42
HEÐAN OG ÞAÐAN Honum fannst líklegt að afla mætti þeim vinsælda og skömmu síðar kom hann því í kring að gerður var við þá plötusamningur. Reyndar munu þeir hafa þurft að æfa sig í ein tvö ár áður en hljóm- plata var gerð. Það var smá- skífa og á henni var lagið Stökktu. Síðar var gerð plata með því lagi og fleirum, „Totally crossed out“. Þær LITLIR HETTUSTRAKAR! Við höfum áður sagt frá drengjunum í rabb-sveit- inni Kris Kross, þeim Chris Smith og Chris Kelly (7. og 9. tbl. 1992) Við bætum litlu einu við að beiðni aðdáenda: Þeir félagar hittu eitt sinn í stórmarkaði 19 ára pilt að nafni Jermaine Dupri og rabb- sveit sem hann hafði á sínum snærum. Þeir báðu einn rabb- arann um eiginhandaráritun og spjölluðu litla stund við hópinn. Jermaine spurði hvort þeir kynnu rabb-söng og þeir svöruðu því játandi - boru- brattir eins og þeir jafnan eru. komust báðar í efsta sæti bandaríska vinsældalistans. Sú seinni var fyrsta stóra byrj- endaplatan sem komst svo hátt á skömmum tíma - á tutt- ugu ára tímabili. Strákarnir segjast vera afar svalir! Þeir snúa sífellt út úr í viðtölum og svara út í hött. Þó setja þeirsér nokkur mörk: „Við bölvum ekki í rabbinu - þó að það eigi að vera harðsoðið og lýsa raunveru- leikanum. Sumir krakkar á ald- ur við okkur bölva en við vilj- um það ekki. Við erum já- kvæðir rabbarar." Foreldrar þeirra eru oft með Chris Kelly (t. v.) og Chris Smith = Kris Kross Mynú: Pressens Bild/Niclas Hammarström þeim á söngferðalögum. En þeir fá ekki að vera með á myndum. Strákarnir segja að þeir sýnist þá ekki lengur sval- ir! Þeim finnst hins vegar svalt að viðurkenna að þeir séu eins og hverjir aðrir strákar þó að þeir hafi orðið vinsælir. Lagið „Li’l boys in da hood“ (= „Little boys in the hood“) er um þá sjálfa. Heitið má skilja á tvo vegu: Litlu strákarnir í hverfinu (..skemmtana-iðnað- inum (hood = neighbourhood = nágrenni)) - og - Litlu strák- arnir með hetturnar. Þeim finnst stærðfræði skemmtilegasta námsgreinin. í gamni segjast þeir verða að geta reiknað út hvernig eigi að skipta peningunum sem þeir vinna sér inn! Þeir komu fram til „upphit- unar“ þegar Mikjáll Jackson fór í hljómleikaferð um Evrópu í fyrra og hafa verið með hon- um á myndbandi. Nú er eftir að vita hvort vinsældirnar end- ast! (Heimild: Tímaritin EOS og Kamratposten) HETJA HVERSDAGS- LEIKANS 113. tölublaði sænska blaðs- ins Kamratposten 1992 (út- gáfudagur 13. september) var sagt frá 13 ára dreng, Karli Saler. Hann hefur verið skor- inn upp mörgum sinnum til að fjarlægja krabbameins-æxli. Þegar hann var sex ára vaknaði hann eina nóttina við sáran sting. Læknarnir héldu fyrst að hann væri með lungnabólgu. En við skoðun fundu þeir æxli við annað lungað. „Mér var sagt að ég væri með krabbamein og myndi ef til vill deyja af því. En ég ákvað að ég vildi ekki deyja. Ég skyldi bíta á jaxlinn og berjast." Það hefur hann sannarlega gert. Undanfarin sjö ár hefur hann nokkrum sinnum verið skorinn upp til að fjarlægja nýjar meinsemdir. Hann hefur líka orðið að taka inn sterk lyf og farið í geislameðferð. Hann hefur stundað námið af kappi milli aðgerða en varð að fara aftur í þriðja bekk af því að hann missti svo mikið úr kennslu fyrri veturinn í bekkn- um. Karl Saler. - Ljósmynd Bosse Johansson. í fyrra gat hann ekki sótt skóla um langa hríð. En hann kom þegar skólanum var slit- ið. Þá höfðu bekkjarfélagar hans safnað peningum og keypt handa honum leikja- tölvu. „Bróðir minn verður stund- um öfundsjúkur þegar ég fæ gjafir. En ég segi honum að hann eigi að gleðjast yfir að vera heilbrigður." Karl hefur misst allt hárið tvisvar sinnum vegna geislun- ar. Þá hefur hann notað húfu. „í fyrra skiptið, sem það gerðist, var ég í þriðja bekk. Þá komu nokkrir sjöttu-bekk- ingar, stríddu mér og tóku húfuna. Daginn eftir komu allir bekkjarfélagar mínir með húf- ur.“ Eftir nokkra mánuði verður hann að fara aftur á sjúkrahús- ið til að láta athuga hvort ný æxli hafa myndast. „En ég er ekki alltaf að hugsa um að ég hafi verið með krabbamein. Nú er ég heilbrigður." 4 6 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.