Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1993, Blaðsíða 4

Æskan - 01.04.1993, Blaðsíða 4
BBEGÐ MER UPP AD ELLIÐA- VATNI... Sölvi Þóröarson. Sölvi Þórðarson er þrettán ára Vesturbæingur. Hann segist fara flestra sinna ferða á hjóli, m.a. bregði hann sér stundum á sumrin upp að Elliðavatni til að veiða! Hann er félagi í íslenska fjallahjóla- klúbbnum. „Ég gekk í klúbbinn í fyrra. Ég sá auglýsingu um fjallaferð á hjóli og dreif mig með. Mig hafði alltaf langað til að fara slíkar ferðir og var búinn að reyna dálítið að fá ein- hvern með mér- en það hafði ekki tekist." -Hvert varfarið? „Við hjóluðum frá Landmanna- laugum að Eldgjá og aftur til baka. Það er róleg dagsferð. - Já, ég var yngstur í ferðinni. Sá næst-yngsti var fjórum eða fimm árum eldri en ég. - Þetta gekk allt vel og ég hafði mjög gaman af ferðinni. Það rigndi raunar með köflum en það var allt í lagi. Ég fór seinna aðra ferð á sömu slóðir. Þá hjóluðum við fyrst eins og í fyrri ferðinni en síðan Dóma- dalsleið niðurað Galtalæk." - Á hvernig hjóli varstu? „Á „Mongoose" fjallahjóli. Ég nota það mest en á líka BMX-hjól hi GOTT AD ÆFA SIG I BREKK- UNUM Sigurður Magnússon og Þórarinn Þor- leilsson. Ifiö skálann í Landmannalaugum. Sölvi er lengst til vinstri. Ljósm.: Jón Ú. Bergsson. og gamalt Murray-hjól sem ég hef verið að gera upp - en mér sækist það fremur seint." - Hafa fleiri en þú í fjölskyldu þinni mikinn áhuga á hjólreiðum? „Neei. Ég á tvær systur eldri og þær eru ekkert á reiðhjólum. Pabbi hjólaði einu sinni með mértil Þing- valla. Það var dálítið erfið ferð í rigningu og roki. En hann er með bíladellu og ég fer oft með honum í fjallaferðir - líka á snjósleðum. Um helgina fórum við á Langjökul - og höfum líka farið á sleðum inn í Landmannalaugar og að Hveravöll- um. Á bíl höfum við til dæmis farið um Sprengisand, Kjöl og að Herðu- breið. - Já, við förum oft tveir til fjalla en stundum eru kunningjar pabba líka með og mamma stöku sinnum.“ - Þegar þú hjólar að Elliðavatni ferð þú Reykjavík enda á milli. Hvernig finnst þér að hjóla um borgina? „Það getur verið dálítið erfitt. Það mætti gjarna búa til góðar hjólabrautir." - Hefurðu tekið þátt í keppni hjá klúbbnum - eða öðru félagsstarfi? „Ekki keppni. Ég vissi lítið af henni í fyrra en býst við að reyna mig í sumar. Núna er ég á skyndi- hjálpar-námskeiði." - Áttu fleiri áhugamál en að hjóla og ferðast? „Ég æfi handbolta með Gróttu - er markvörður - og var í knatt- spyrnu. Frændurnir, Sigurður Magnús- son 12 ára og Þórarinn Þorleifsson 17 ára, eru í fjallahjólaklúbbnum. Þórarinn hefur verið með frá stofn- un klúbbsins en Sigurður gekk í hann í fyrra - þegar honum voru veitt verðlaun sem íslandsmeistara 4 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.