Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1993, Page 4

Æskan - 01.04.1993, Page 4
BBEGÐ MER UPP AD ELLIÐA- VATNI... Sölvi Þóröarson. Sölvi Þórðarson er þrettán ára Vesturbæingur. Hann segist fara flestra sinna ferða á hjóli, m.a. bregði hann sér stundum á sumrin upp að Elliðavatni til að veiða! Hann er félagi í íslenska fjallahjóla- klúbbnum. „Ég gekk í klúbbinn í fyrra. Ég sá auglýsingu um fjallaferð á hjóli og dreif mig með. Mig hafði alltaf langað til að fara slíkar ferðir og var búinn að reyna dálítið að fá ein- hvern með mér- en það hafði ekki tekist." -Hvert varfarið? „Við hjóluðum frá Landmanna- laugum að Eldgjá og aftur til baka. Það er róleg dagsferð. - Já, ég var yngstur í ferðinni. Sá næst-yngsti var fjórum eða fimm árum eldri en ég. - Þetta gekk allt vel og ég hafði mjög gaman af ferðinni. Það rigndi raunar með köflum en það var allt í lagi. Ég fór seinna aðra ferð á sömu slóðir. Þá hjóluðum við fyrst eins og í fyrri ferðinni en síðan Dóma- dalsleið niðurað Galtalæk." - Á hvernig hjóli varstu? „Á „Mongoose" fjallahjóli. Ég nota það mest en á líka BMX-hjól hi GOTT AD ÆFA SIG I BREKK- UNUM Sigurður Magnússon og Þórarinn Þor- leilsson. Ifiö skálann í Landmannalaugum. Sölvi er lengst til vinstri. Ljósm.: Jón Ú. Bergsson. og gamalt Murray-hjól sem ég hef verið að gera upp - en mér sækist það fremur seint." - Hafa fleiri en þú í fjölskyldu þinni mikinn áhuga á hjólreiðum? „Neei. Ég á tvær systur eldri og þær eru ekkert á reiðhjólum. Pabbi hjólaði einu sinni með mértil Þing- valla. Það var dálítið erfið ferð í rigningu og roki. En hann er með bíladellu og ég fer oft með honum í fjallaferðir - líka á snjósleðum. Um helgina fórum við á Langjökul - og höfum líka farið á sleðum inn í Landmannalaugar og að Hveravöll- um. Á bíl höfum við til dæmis farið um Sprengisand, Kjöl og að Herðu- breið. - Já, við förum oft tveir til fjalla en stundum eru kunningjar pabba líka með og mamma stöku sinnum.“ - Þegar þú hjólar að Elliðavatni ferð þú Reykjavík enda á milli. Hvernig finnst þér að hjóla um borgina? „Það getur verið dálítið erfitt. Það mætti gjarna búa til góðar hjólabrautir." - Hefurðu tekið þátt í keppni hjá klúbbnum - eða öðru félagsstarfi? „Ekki keppni. Ég vissi lítið af henni í fyrra en býst við að reyna mig í sumar. Núna er ég á skyndi- hjálpar-námskeiði." - Áttu fleiri áhugamál en að hjóla og ferðast? „Ég æfi handbolta með Gróttu - er markvörður - og var í knatt- spyrnu. Frændurnir, Sigurður Magnús- son 12 ára og Þórarinn Þorleifsson 17 ára, eru í fjallahjólaklúbbnum. Þórarinn hefur verið með frá stofn- un klúbbsins en Sigurður gekk í hann í fyrra - þegar honum voru veitt verðlaun sem íslandsmeistara 4 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.