Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1993, Blaðsíða 23

Æskan - 01.04.1993, Blaðsíða 23
hjólin væru lökkuð aftur og aftur. Segja þeir sem þá unnu á verk- stæðunum að hvert hjól hafi enst mun lengur í þá daga en nú og var þess vel gætt að þeim væri haldið vel við. HJÓLAÐ UM REYKJAVÍK Skreppum aðeins aftur í tímann, til áranna rétt áður en seinni heimsstyrjöldin skellur á. Þá sást mikið af hjólum á götum Reykjavík- ur. Læknar, verkamenn og rukkarar notuðu reiðhjólið mikið og svo hópur af ungu fólki sem notaði stór, svört sendisveinahjól við vinnu sína. Þetta voru sendisveinar sem fóru með mjólk, brauð og alls konar varning til fólks sem vildi fá vörur heim til sín. Sendisveinarnir voru á hjólunum allt árið og voru flestir í vinnu hjá Mjólkursamsöl- unni og verslun Silla og Valda. Silli og Valdi höfðu t.d. á sínun snærum 16 sendisveinahjól sem voru á sí- felldum þönum allan daginn. Einnig var, eins og enn þann dag í dag, vinsælt að bera út blöð á hjóli. Hjólafélög héldu áfram að birtast eftir að frumkvöðlarnir í Hjóla- mannafélagi Reykjavíkur höfðu rið- ið á vaðið á „hjólhestum" sínum en það voru reiðhjól yfirleitt kölluð hér áður. Eitt þeirra var sérstaklega öfl- ugt og auk þess að hjóla til Þing- valla og upp að Elliðaám hélt sá klúbbur oft dansleiki á Lækjartorgi þar sem líka var farið í leiki sem ef- laust hafa verið skemmtilegir á löngum sumarnóttum. Eftir að bílar urðu algengari þá varð sífellt minna rúm fyrir hjól- reiðamenn. Það var ekki fyrr en þegar „heilsubylgjan" kom til ís- lands fyrir 15-20 árum að hjólreið- ar urðu vinsælar aftur. Ómar Ragn- arsson fór til dæmis um á litlu hjóli sem hann gat brotið saman: V „Ég get ekki neitað því að ég hef spriklað talsvert um ævina og hef alla tíð haft áhuga á íþróttum. Sannleikurinn er sá að mér Kður illa ef ég hreyfi mig ekki eitthvað. Nú eru íþróttaæfingar mínar aðallega fólgnar í því að hjóla í og úr vinn- unni. Ég á lítið reiðhjól, sem má brjóta saman. Ekki fer hjá því, að hjólreiðamaður veki eftirtekt. Ég man, að Austfirðingar ráku upp stór augu, þegar ég kom hjólandi, er ég átti að fara að skemmta á Hallormsstað, var ekki laust við, að þeim fyndist maðurinn skrýtinn. Annars er það mín skoðun að fátt sé eins hressandi og hjólreiðar. Með reiðhjól, úlpu og stígvél eru þér flestar leiðir færar.“ (íþrvMilaðið desember 1970, bls. 235) Árið 1980 urðu svo 10 gíra hjólin feiknavinsæl. Það voru haldnir stóreflis hjólreiðadagar ár eftir ár. Ungmennafélag íslands stóð fyrir hjólreiðaferð hringinn í kringum landið og tóku þátt í henni mörg þúsund manns. Keppnishjólreiðar urðu mjög vinsæl íþróttagrein sem enn þá er keppt í. Reyndar var fyrsta keppnin haldin á þjóðhátíð í NOKKUR ÁRTÖL helstu atburöa hjólreiöasögunnar hérlendis: -1890 komu fyrstu reiðhjólin til íslands. - 1897 var fyrsti hjólreiðaklúbburinn hérlendis stofnaður, Hjólmannafélag Reykjavíkur. - Fyrsta hjólreiðakeppni hérlendis var haldin á þjóð- hátíð 1898. -1916 fór sá fyrsti, sem vitað er um, frá Borgarnesi alla leiðina til Akureyrar á hjóli. Fálkinn var stofnað- ur. -1924 var Hjólreiðafélag Reykjavíkur stofnað. -1925 var Örninn stofnaður. - Horace Dell frá Bretlandi fer yfir hálendið, Sprengisand, árið 1933 á nýfægðum svörtum lakk- skóm. -1934 var Sendisveinafélag Reykjavíkur stofnað. - 1951 var íslandsmót í hjólreiðum haldið á Akra- nesi. -1952 fóru tveir íslendingar yfir landið, m.a. Gæsa- vatnaleið, á hjólum sínum (gíralausum). -1980 var árið þegar heilsubylgjan skall á íslandi af fullum þunga. -1981 var komin öflug keppnisdeild í götuhjólreið- um og nú var Alþingi búið að leyfa fólki að hjóla á gangstéttunum. -1989 eru fjallahjólin komin. -1992 erfarið í fyrsta sinn yfir Vatnajökul á hjólum. Reykjavík 1898 og síðan hefur ver- ið keppt öðru hverju í hjólreiðum. Segja má að nokkurs konar hjóla- bylting hafi orðið upp úr 1980 en síðan þá hafa yfir hundrað og sjötíu þúsund (170.000) reiðhjól verið flutt inn til landsins. FJALLAHJÓL OG FERÐALÖG Fjallahjólin, sem er nýjasta æðið, komu um vorið 1989. Á landbún- aðarsýningu það ár var sýning og kennsla á hjólabretti og fjallahjól sem þá voru alger nýjung hérlend- is. íslendingar höfðu fram að þessu ekki séð fjallahjól nema hjá útlendingum sem koma á ári hverju til að ferðast um ísland á vel útbún- um fjallahjólum. Ferðalög á hjólum á íslandi hafa alltaf verið algeng. Til eru heimildir um ferðalög frá Borgarnesi til Ak- ureyrar og að Laugarvatni. Sá fyrsti, sem fór þvert yfir ísland (- Sprengisand), var frá Bretlandi en hann hjólaði þetta árið 1933. í kjöl- farið komu svo margir íslenskir hjólreiðamenn sem þreyttu kapp uppi á hálendinu. Núna er farið um allt á hjólum (þó vonandi alltaf á vegum og merktum slóðum). T.d. fór hress hópur frá félagsmiðstöð- inni Árseli þvert yfir landið fyrir nokkrum árum og í fyrra fóru nokkrir strákar þvert yfir Vatnajökul og skulum við láta Sigurstein Bald- ursson, einn leiðangursmanna, eiga síðasta orðið í þessu greinar- korni um sögu reiðhjólsins á ís- landi: „Það er mjög óvenjuleg tilfinning að hjóla svona í næturhúmi á miðj- um jökli sem virðist aldrei ætla að taka enda. Fjarlægðaskynið brengl- ast og ég man sérstaklega eftir því að við höfðum Kverkfjöllin fyrir augunum í fjóra daga. Stundum leið manni eins og hjólandi á rúllu- bandi, fannst fjöllin ekkert nálg- ast.“ (Jöklafararnirhjólandi“-3T bls. 65) Útdráttur úr sögu reidhjólanotkun- ará íslandi- eftir Óskar Dýrmund Ólafsson sagnfræðinema í Háskóla íslands. Æ S K A N 2 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.