Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1993, Blaðsíða 16

Æskan - 01.04.1993, Blaðsíða 16
RÓSIN JÓNAS - ævintýrasaga eftir Hrafnhildi Valgarðsdóttur Kæra Æska! Það rigndi svo ofboðslega mikið hérna í fjallinu í nótt að húsið okkar fór næstum því í kaf. Þegar ég vaknaði í morgun flaut rúmið mitt um herbergið eins og bdtur d tjörn og ég held meira að segja að ég hafi séð nokkra litla fiska synda um gólfið. - Nei annars, ég er bara að grínast. Ég óð að dyrunum og flýtti mér inn í vinnustofuna til pabba. Þar sat hann uppi d skrifborðinu sínu og var að skrifa hjd sér tístið í Jakobínu mús. Pabbi er vísindamaður og er að semja orðabók yfir dýrahljóð. Heitasta ósk hans er sú að mennirnir læri að skilja dýrin svo að heimur- inn verði betri fyrir okkur öll. Jakobína mús tísti og tísti og pabbi var himinsæll ú svipinn yfir því hvað hún var dugleg. Hann sagði að hún væri að kvarta yfir vatninu d gólfinu því að það flyti inn í holuna hennar. „Við verðum að losa okkur við þetta vatn," sagði ég en pabbi sussaði bara d mig því að hann var svo önnum kaf- inn. Þd óð ég að útidyrun- um, opnaði þær og hleypti vatninu út. Það var rosalegt, næstum eins og vatnið væri fegið frelsinu. Það flæddi út úr húsinu og gaf frd sér sull- andi hamingjuhljóð. Vatn vill dreiðanlega helst af öllu vera úti en ekki lokað inni í húsi. Þegar mesta vatnið var farið út heyrði ég að mamma var að spila d píanóið. Hún er frægur píanóleikari og verður að æfa sig mjög mikið. Ég fór inn í píanóherbergið og þar flaut píanóið og barst fram og aftur. Mamma flaut líka í stólnum sínum og varð að vanda sig við að hitta d þetta píanó sem aldrei gat verið kyrrt d sínum stað heldur rak um gólfið og þóttist vera bdtur. En um leið og ég opnaði herbergið rann vatnið fram d ganginn og út um opnar útidyrnar. Mamma var svo niðursokkin í að spila að hún tók ekkert eftir mér en ég sd það d svipnum d henni að hún var fegin þegar hún þurfti ekki lengur að elta píanóið sitt um herbergið. Ég stóð svolitla stund og horfði d hana. Ég vildi að ég gæti sýnt þér hana. Hún er mjög sérstök. Hdrið d henni hefur aldrei verið klippt og það nær niður að hnjdm. Hún er snjóhvít í framan af því að hún fer næstum aldrei út og svo er hún agn- armjó af því að hún md svo sjaldan vera að því að borða. Hún líkist meira engli en mannveru og er allt öðru- 7 6 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.