Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1993, Qupperneq 16

Æskan - 01.04.1993, Qupperneq 16
RÓSIN JÓNAS - ævintýrasaga eftir Hrafnhildi Valgarðsdóttur Kæra Æska! Það rigndi svo ofboðslega mikið hérna í fjallinu í nótt að húsið okkar fór næstum því í kaf. Þegar ég vaknaði í morgun flaut rúmið mitt um herbergið eins og bdtur d tjörn og ég held meira að segja að ég hafi séð nokkra litla fiska synda um gólfið. - Nei annars, ég er bara að grínast. Ég óð að dyrunum og flýtti mér inn í vinnustofuna til pabba. Þar sat hann uppi d skrifborðinu sínu og var að skrifa hjd sér tístið í Jakobínu mús. Pabbi er vísindamaður og er að semja orðabók yfir dýrahljóð. Heitasta ósk hans er sú að mennirnir læri að skilja dýrin svo að heimur- inn verði betri fyrir okkur öll. Jakobína mús tísti og tísti og pabbi var himinsæll ú svipinn yfir því hvað hún var dugleg. Hann sagði að hún væri að kvarta yfir vatninu d gólfinu því að það flyti inn í holuna hennar. „Við verðum að losa okkur við þetta vatn," sagði ég en pabbi sussaði bara d mig því að hann var svo önnum kaf- inn. Þd óð ég að útidyrun- um, opnaði þær og hleypti vatninu út. Það var rosalegt, næstum eins og vatnið væri fegið frelsinu. Það flæddi út úr húsinu og gaf frd sér sull- andi hamingjuhljóð. Vatn vill dreiðanlega helst af öllu vera úti en ekki lokað inni í húsi. Þegar mesta vatnið var farið út heyrði ég að mamma var að spila d píanóið. Hún er frægur píanóleikari og verður að æfa sig mjög mikið. Ég fór inn í píanóherbergið og þar flaut píanóið og barst fram og aftur. Mamma flaut líka í stólnum sínum og varð að vanda sig við að hitta d þetta píanó sem aldrei gat verið kyrrt d sínum stað heldur rak um gólfið og þóttist vera bdtur. En um leið og ég opnaði herbergið rann vatnið fram d ganginn og út um opnar útidyrnar. Mamma var svo niðursokkin í að spila að hún tók ekkert eftir mér en ég sd það d svipnum d henni að hún var fegin þegar hún þurfti ekki lengur að elta píanóið sitt um herbergið. Ég stóð svolitla stund og horfði d hana. Ég vildi að ég gæti sýnt þér hana. Hún er mjög sérstök. Hdrið d henni hefur aldrei verið klippt og það nær niður að hnjdm. Hún er snjóhvít í framan af því að hún fer næstum aldrei út og svo er hún agn- armjó af því að hún md svo sjaldan vera að því að borða. Hún líkist meira engli en mannveru og er allt öðru- 7 6 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.