Æskan - 01.04.1993, Blaðsíða 44
% » Ki
á0Bék
'Kr
UNGLINGABÆKUR
Kæri þáttur!
Fimmtán áro strákur skrifaði í
þættinum í 2. tölublaði. Hann
sagði að íslenskar unglingabækur
væru svo einfaldar að vandamál-
in væru aðallega í sambandi við
hitt kynið og vinina en lítið af per-
sónulegum vandamálum.
Ég er algjörlega á móti þessu.
Mér finnst íslenskar unglingabæk-
ur mjög skemmtilegar og í næst-
um öllum þeirra er að finna það
sem ég kalla „persónuleg
vandamál". Ég er sammála
því að flestar bækurnar eru
um eitthvað sem tengist hinu
kyninu en það er einmitt það
sem flestir unglingar hugsa
mest um. Á unglingsárum er
líka oft mikið um vandamál í
sambandi við vinina. Ég skil
ekki alveg hvað þessi strákur
á við þegar hann segir að
þetta séu ekki persónuleg
vandamál því að í mínum
augum er þetta eins persónu-
legt og það getur orðið. Eru til-
finningar ekki eitt það per-
sónulegasta sem manneskjan
á?
1979.
SAMMÁLA TVEIM MEÐ
VINSEMD í HUGA
Kæra Æska!
Ég var að lesa 2. tbl. Æskunnar
1993. Ég er alveg sammála stelp-
unum tveim sem kalla sig Tvær
með vinsemd í huga. Það reykja
og drekka allt of margir unglingar.
Ég er í bekk með strák sem byrjaði
að reykja þegar hann var tíu ára.
Hann var sjálfsagt að herma eftir
bróður sínum sem er tveimur
árum eldri en við. Hann reykir og
drekkur.
Ég vona að einhverjir hætti
þessu. Það er bara barnaskapur að
halda að það sé „töff" að klæða sig
illa, reykja og drekka. Vonandi
fara þeir sem eru að þessu að sjá
þetta í réttu ljósi.
Ein sem vill gera eitthvað í
þessu.
ÓSAMMÁLA TVEIM MEÐ
VINSEMD í HUGA
Kæra Æska!
Ég las bréf frá tveimur stelpum á
sama aldri og ég - í þættinum Mér
finnst - ég tel - ég vil. Ég tel að
þær hafi dálítið rangt fyrir sér.
Fyrst má nefna þetta með fötin.
Ég veit að margar stelpur ganga
núna í gammosíubuxum, sokka-
buxum eða einhverju slíku en
flestar eru í Kraft- eða Max-kulda-
göllum á veturna, kuldaúlpum
eða vaxjökkum og það ætti nú að
vera nóg. Fólk má klæða sig eftir
tískunni.
Svo er þetta með kynlífið. Margir
krakkar eru farnir að stunda það,
jafnvel 13-14 ára. Ég er ekki að
meina alla krakka. En ég skil ekki
að verið sé að spilla sér með hinu
kyninu. Þetta er fornaldar-hugs-
unarháttur. Það má fá einhverja
sælu út úr lífinu. Það er alls ekki
til að sýnast svalur.
Þær tala líka um að vinsælir
krakkar og aðrir sem vilja
verða vinsælir séu að saka
einhverja um að hafa svikið
sig þó að þeir hafi ekki gert
það. Það er eitthvert mesta
bull sem ég hef heyrt. Það
gerir enginn sem ég þekki og
ekki meira um það.
Loks um reykingar og
áfengi. Flestir krakkar sem
ég veit um og drekka og
reykja gera það ekki til að
sýnast „töff" heldur til að
mótmæla fullorðnum og til
að vera á móti áróðri. Það er
líka mörgum sama þótt þeir
séu að eyðileggja líkamann.
Fyrir suma er engin framtíð.
Kannski halda þessir krakkar líka
að áróðurinn sé bull.
Já, það er eitt sem mig langar að
tala um. Það er farið vitlaust að
þegar áróður er rekinn. Það á að
fræða meira um líkamlegan
skaða sem reykingar og áfengi
valda ekki láta eins og það sé
bannað. Það veldur öfugum áhrif-
um.
Ein sem veit mikiö um þetta.
4 8 Æ S K A N