Æskan - 01.04.1993, Blaðsíða 38
Fyrsta islenska „súpergrúppan", Trúbrot, árið 1969. Talið frá vinstri: Kari
Sighvatsson (siðar hljómborðsleikari Náttúru, Þokkabótar, Þursaflokksins og
Mannakorna), Shady Owens (síðar söngkona með Náttúru og hljómsveit
söngvarans Stings, Police), Gunnar Þórðarson (siðar gitarleikari Sléttuúlf-
anna), Rúnar Júliusson (síðar bassaleikari og söngvari G.C.D) og Gunnar
Jökull (síðar trymbill Mána frá Selfossi).
^ Q(Í7 færðu bandaríski
I £20 / gítarsnillingurinn
Jimi Hendrix (búsettur í Englandi),
enska djass-rokksveitin „Soft
Machine" og fleiri áherslupunkt-
inn frá laglínu og söng yfir til flók-
ins hljóðfæraleiks.
Með Jimi Hendrix varð til ný
tegund poppstjörnu. Jimi var það
sem kallaðist gítarhetja. Þunga-
rokksblús hans byggðist á löng-
um gítareinleik umfram annað.
Jimi var fyrsta stórstjarnan á
tímum rokksins sem gerði út á
hljóðfæraleik fremur en söng. Þó
að Jimi væri frumkvöðull á þessu
sviði þá var þetta þróunin í enska
takt-blúsnum. Áherslan var að fær-
ast yfir á hljóðfæraleik snjallra
hljóðfæraleikara. Munurinn var sá
að hljóðfæraleikarar ensku hljóm-
sveitanna skilgreindu sig sem und-
irleikara. Jimi skilgreindi sig sem
framvörð. Hann var einleikarinn.
Hinir í tríói hans, Jimi Hendrix Ex-
perience, voru undirleikarar hans,
enskur trymbill og enskur bassa-
leikari.
Snjallir hljóðfæraleikarar urðu
brátt eftirsóttari en góðir söngv-
arar. „Súpergrúppur" tóku að
spretta upp en svo kölluðust
hljómsveitir sem í voru bestu hljóð-
færaleikarar hvers lands eða
svæðis.
Áður urðu hljómsveitir til í kunn-
ingjahópi, innan skóla eða bæjar-
hluta o.s.frv. Skilyrðið var aðeins
að söngvarinn væri frambærilegur.
Hljóðfæraleikurinn skipti ekki jafn-
miklu máli. En í kjölfar ofurvin-
sælda Jimis Hendrix og fleiri
fingrafimra hljóðfæraleikara sner-
ist þetta við.
Hérlendis varð hljómsveitin Trú-
brot til undir þessum formerkjum.
Færustu hljóðfæraleikararnir úr
keflvísku hljómsveitinni Hljómum
og reykvísku hljómsveitinni
Flowers sameinuðust ÍTrúbroti.
Afbrigði af þessari þróun birt-
ust einnig í hljómsveitunum Nátt-
úru og endurreistum Óðmönnum.
Á plötutvennu Óðmanna, sam-
nefndri hljómsveitinni, var ein af
fjórum plötuhliðum lögð undir
teygðan og togaðan spuna þar
sem gítareinleikur og trommuein-
leikur skiptust á án eiginlegrar lag-
línu.
Slík spunaverk án söngs voru
mjög algeng á hippaárunum en
hurfu með hippamenningunni.
UMSJÓN: JENS KR. GUÐMUNDSSON
25.
HLUTI
FRAMHALD
mnmdinpopp
„Ó, reiðhjól, best þú rennur utan stans,
jafn rennilegt að aftan sem að framan.
Þú varst stolt hins þýska verkamanns,
sem þreyttum höndum skrúfaði þig
saman ...“
Eitthvað á þessa leið hljóðar
upphaf vinsæls dægurlagatexta
frá áttunda áratugnum eftir Þórar-
in Eldjárn. Flytjandi var hljómsveit-
in Þokkabót. (( henni voru m.a.
Ingólfur Steinsson, bróðir Heimis
útvarpsstjóra, Gylfi Gunnarsson,
faðir Ingunnar Gylfadóttur sem
söng tvö lög í Söngvakeppni sjón-
varpsins 1993, Magnús Einarsson
og Leifur Hauksson dagskrárgerð-
armenn Rásar 2 og Sighvatssyn-
irnir, Sigurjón kvikmyndaframleið-
andi í Bandaríkjum Norður-Amer-
íku - hann framleiddi t.a.m. kvik-
myndina um Madonnu og mynd-
bönd með U2 o.fl. - og Karl Jó-
hann sem lést í bílslysi fyrir tveim-
ur árum).
Þetta er eitt af mörgum dæmum
þar sem reiðhjól er til umfjöllunar í
dægurlagatextum. Annað dæmi
um slíkt er sönglag Ómars Ragn-
arssonar um Óla sem fór að hjóla
upp holt og hóla að læknisráði.
Lag Ómars naut vinsælda á sjö-
unda áratugnum.
í alþjóðapoppinu hefur enska
rokkhljómsveitin Queen náð best-
um árangri með sönglagi um reið-
hjól. Lagið hejtir “Bicycle Race“
(Hjólreiðakeppni). Það komst í 11.
sæti breska vinsældalistans 1978.
Reiðhjól koma reyndar víðar inn
í rokksöguna en í söngtextum.
Þannig voru hjólreiðar Karls J. Sig-
hvatssonar eitt af táknum hippa-
menningarinnar um 1970. Karl var
þá frægasti orgelleikari rokksins.
Frábær orgelleikur hans setti sterk-
an svip á músík helstu rokkhljóm-
sveita landsins, m.a. Flowers, Trú-
brots og Náttúru.
Það varð mörgum til eftirbreytni
að sjá síðhært poppgoðið hjóla
um götur höfuðborgarinnar á góð-
viðrisdögum. Þetta féll einkar vel
að blæ hippaáranna.
Hjólreiðar poppstjarna eru
reyndar ekki bundnar hippaárun-
um. Þegar bandaríski (Djóðlaga-
rokkarinn Bob Dylan hélt hljóm-
leika hérlendis fyrir nokkrum árum
vakti margt í fari hans undrun. Eitt
af því var að hann kom til hljóm-
leikanna á reiðhjóli!
Hljómsveitin Queen samdi vinsælt
hljólreiðalag, „Bicycle Race". Þessi
mynd er aftur á móti úr myndbandi
við lagið „Slightly Mad“. Trommu-
leikari “Queen situr á reiðhjólinu.
Freddie Mercury stendur þar hjá.
4 2 ÆSKAN