Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1993, Blaðsíða 45

Æskan - 01.04.1993, Blaðsíða 45
Maður nokkur var á skautum. Allt í einu brast ísinn undan honum og var vatnið þá ekki dýpra en svo að það náði honum í höku. Hann hrópaði á hjálp og í sömu andrá bar annan mann að. Þegar hann sá manninn í vökinni kallaði hann upp yfir sig: „Þú hefur þó ekki dottið niður um ísinn?“ „Jú, það var einmitt það sem ég gerði! Heldur þú að ég eigi heima hérna!“ Endur fyrir löngu var Indíáni leiddur fyrir rétt í Bandaríkjunum. „Kanntu að lesa og skrifa?" spurði dómarinn. „Ég kann að skrifa en ekki að lesa,“ svaraði Indíáninn. Honum var þá fengið blað og sagt að skrifa nafnið sitt á það. Hann brá fljótt við og krotaði eitt- hvað á blaðið. „Hvað er nú þetta sem þú hefur skrifað?" spurði dómarinn. „Ég sagði yður rétt áðan að ég væri ekki læs!“ svar- aði Indíáninn. Innheimtumaðurinn: Enn er ég kominn með reikn- inginn. Vinnukonan: Frúin fór út og gleymdi að skilja eftir peninga. Innheimtumaðurinn: Hún er víst orðin nokkuð gleymin, blessuð frúin. Ég sé að hún hefur gleymt andlitinu í stofugluggan- um! - Ooo, þessi tönp er að gera mig vitlausan! Hefur þú nokkurn tíma látið draga úr þér tönn? - Hvort ég hef! Hundrað sinnum að minnsta kosti! Jón litli: Má ég taka eina köku, pabbi minn? Faðir hans (er að lesa í bók): Spurðu hana mömmu þína að því. Jón litli: Getur þú ekki ráðið því, pabbi minn, eða ræður þú engu hér á heimilinu? - Mamma! Hefur þessi lögregluþjónn nokkurn tíma verið eins lítill og ég er? - Já, það hefur hann verið. - En hvað það hefur verið skrýtið að sjá svo lítinn lögreglu- þjón! Evrópumaður var á ferð um Kína. Hann keypti ým- iss konar varning í búð einni og bað um að hann yrði sendur heim til hans í gistihúsið. Seinna um daginn kom sendill með varninginn. Kaupandinn sá að utan á bögglinum stóðu einhver undarleg tákn og krot. „Einmitt!" sagði hann. „Þetta mun vera nafnið mitt á kínversku." „Nei, ekki er það nú. Þetta er lýsing á viðtak- anda: Feiti og sköllótti karlinn ...“ Hótelþjónn: Ég verð að biðja yður að hafa ekki svona hátt. Gesturinn í næsta herbergi segist ekki geta lesið. Gestur: Skilið kveðju minni til hans og segið honum að skammast sín. Ég gat lesið þegar ég var sjö ára. Þeir voru svefnpurkur, félagarnir, og komu of seint í skólann einn morg- uninn. Þeir voru látnir sitja eftir þegar hinir fóru heim og áttu að skrifa nafnið sitt vel og vandlega hundrað sinnum. „Það er ranglátt að láta mig skrifa jafnoft og hann,“ sagði annar þeirra. „Nú, hvers vegna?“ „Hann heitir bara Búi en ég heiti Sigurður Jóhann- es Guðmundur Már!“ kalla mig nashyrning. Lögregiumaður: Hvenær var það? Hinn kærði: Það mun hafa verið fyrir rúmum fimm árum. Lögreglumaður: l-lvers vegna börðuð þér hann ekki strax? Hinn kærði: Þá hafði ég ekki séð nashyrning. En í gær sá ég hann! (Ekki er sama hvernig orðum er raðað í setning- ar. Ekki síst þarf að gæta þess hvar tilvísunarteng- ingin sem er sett. Þessar auglýsingar má misskilja:) Kommóða er til sölu hjá Sigríði sem er með fjórum skúffum og lökkuð að framan en máluð að aftan. „Er hann litli bróðir þinn farinn að tala?“ „Nei, og hann þarf þess ekki heldur." „Hvers vegna ekki?“ „Hann fær allt sem hann vill bara ef hann orgar!“ Höfum nú fengið aftur hina svonefndu tehanska fyrir kvenfólk sem engir fingur eru á. Hanskar fyrir börn, sem hafa lengi legið í glugganum, seljast á hálfvirði. „Að sjá skóna þína, Villi!“ sagði Geiri. „Enginn skyldi trúa að pabbi þinn væri skósmiður!" „Vertu ekkert að blása þig út, lagsi. Ekki er nokk- urtönn í skoltinum á hon- um litla bróður þínum og þó veit ég ekki betur en pabbi þinn sé tannlæknir!" „Ég er nýkominn af tígrisdýraveiðum í Ind- landi.“ „Varstu heppinn?" „Já, ég varð ekki fyrir einu einasta tígrisdýri!" Stúlka óskast í vist sem kann að sjóða og passa börn. Drenghnokki kom inn í búð og sagði: „Ég ætla að kaupa sápu sem hefur sterka lykt.“ „Vill mamma þín það?“ spurði afgreiðslumaðurinn. „Það veit ég ekki. Ég vil það af því að mamma heldur að ég sé búinn að þvo mér ef hún finnur sápulyktina af mér og þá þarf ég ekki að þvo mér aftur og aftur!“ Lögreglumaður: Hvers vegna barðir þú manninn? Hinn kærði: Fyrir að Æ S K A N 4 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.