Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1993, Blaðsíða 57

Æskan - 01.04.1993, Blaðsíða 57
ofbeldi í myndunum. Skyldi Macaulay ekki vera smeykur um að hann kenni börnum að beita því? „Alls ekki! Ég er viss um að allir krakkar á mínum aldri eru nógu skýrir (skynugir) til að vita að slíkt gerir maður ekki. Það voru auðvitað ekki rauverulegir tígulsteinar sem ég kastaði. Það voru bara gúmmístykki. Ég myndi aldrei fara þannig að - jafnvel ekki þó að þjófar eltu mig." í nýjustu myndinni sést Kevin læsa sig niður reipi frá fjórðu hæð í húsi og hlaupa fyrir strætisvagn á götu. „Það var áhættuleikari sem lék þetta - og ýmislegt annað. Ég fæ ekki að taka neina áhættu þó að ég vildi það sjálfur. “ FÆR ENGA VASAPENINGA! Hann fékk 250 milljónir fyrir að leika í Aleinum í Nýju Jórvík. Það ætti að nægja til að hafa alltaf einhverja vasapeninga! „Foreldrar mínir leggja í banka alla peninga sem ég vinn mér inn. Seinna nota ég hluta af þeim til að borga fyrir framhaldsnám. (- í Bandaríkjunum er það mjög dýrt í góðum og vinsælum skólum). Þegar ég eldist ákveð ég hvað ég geri við það sem eftir verður. Ef mig langartil að kaupa eitthvað bið ég foreldra mína um peninga. En ég kaupi ekki margt. Það er þá helst ís - eftirlæti mitt er banana-ís - dálítið af sælgæti og tölvuleikjum.” Macaulay hefur þegar verið ráðinn til að leika í nýrri kvikmynd. Hún nefnist Góði sonurinn (The Good Son) - og er spennumynd. Hann leikur vondan strák! (Stuðst var við grein í sænska blaðinu Kamratposten. - Texti: Arne Jártelius. Mynd: Svensk filmindustri). Macaulay Culkin er um þessar mundir ein þekktasta og vinsælasta barna-stjarnan í kvikmyndum. Hann er margfaldur milljónamæringur - en finnst sjálfum að hann sé ósköp venjulegur tólf ára strákur... Úr myndinni Aleinn í Nýju Jórvík. Hann varð heimsþekktur þegar hann lék Kevin í myndinni Aleinn heima. Síðan birtist hann í auka-aðalhIutverki í Stúlkunni minni - og í vetur hefur hann skemmt ótölulegum fjölda fólks - aleinn í stórborginni Nýju Jórvík (New York). „Það var mjög gaman að leika í þeirri mynd. Mér finnst það eina þreytandi við kvikmyndaleik að maður þarf alltaf að bíða lengi milli þess að atriðin eru mynduð. Núna reyndi ég að nota tímann til að læra hvernig á að taka upp hljóð og stjórna myndavélunum. Kannski verð ég sjálfur leikstjóri einn góðan veðurdag!" HEFUR LEIKIÐ í ÁTTA ÁR! Macaulay hefur þegar lært þó nokkuð um töku kvikmynda því að hann hefur verið leikari í átta ár. Fimm undanfarin ár hefur hann leikið í sjö kvikmyndum. - Er hægt að vera eins og venjulegur tólf ára strákur þegar sífellt er staðið í sviðsljósinu? „Mér finnst það ekkert sérstakt. Af því að pabbi er leikari fór ég oft í leikhús með honum. Ég var svo heppinn að vera valinn til að leika aðalhlutverkið í Aleinum heima. En ég er í skóla eins og allir aðrir þegar ég er ekki að leika. Mér leiðist stærðfræði, hef mjög gaman að tölvuleikjum og að fræðast um risaeðlur!" Hann á sex systkini... „Systkini mín eru bestu vinir mínir. Við rífumst auðvitað stundum en oftast kemur okkur vel saman. Það eina sem ég þoli illa er að þau vilja oft vera í herberginu mínu að leika sér að því sem ég á. Þá vildi ég helst geta sett slagbrand fyrir dyrnar!“ - Þá ertu eflaust feginn að losna við þau þegar þúertaðleika? „Nei! Mér leiðist að vera lengi í burtu frá heimilinu. Mamma og pabbi fara raunar alltaf með mér en systkini mín eru auðvitað í skólanum. Að vísu lék Kieran, yngri bróðir minn, lítið hlutverk í öðrum hluta myndarinnar Aleinn heima en hin systkini mín sá ég allt of sjaldan." Gagnrýnendur hafa kvartað yfir Æ S K A N 6 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.