Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1993, Blaðsíða 36

Æskan - 01.04.1993, Blaðsíða 36
STARII GARÐI örsaga eftir Hassa. Eg kom í þennan heim sumar- ið 1991 eftir nokkra vikna gerjun í eggi foreldra minna. Við vorum þrjú systkin, svo að segja jafngömul, tvær systur og ég. Lítið man ég frá þeirri stund er mér tókst að gogga mig út úr egg- inu og reka upp fyrsta skræk-hljóð- ið en samkvæmt frásögn mömmu hafði ég verið á undan systrum mínum að heimta mat og linnti ekki látunum fyrr en pabbi gaf mér í gogginn. Heimtufrekja unga af starakyni er víst alkunn, hefi ég heyrt, og hávaðinn sem fylgir mál- tíðum okkar hefur komið illa við suma. Æskuheimili mitt er í Hæbar- garði. Því er haganlega íyrir komið í ónotaöri steyptri þakrennu undir bárujárni. Þar sem gamla niður- fallsrörið var áður er op sem jafn- framt er munninn upp í hreiður foreldra minna. Mjög er það heppilegt fyrir fuglsunga sem ætla að taka sitt fyrsta flug: Láta sig bara falla niður og hreyfa til vængina eins og ég gerði. Aftur á móti varð mamma að stjaka við óttaslegnum systrum mínum. Stundum verða foreldrar að framkvæma slík neyðarúrræði sem gefast ekki alltaf vel. Annarri systur minni fataðist flugið og hún lenti inni í kálgarði á lóðinni. Ég, foreldrar mínir og systa urðum vitni að óhappinu sem kostaði hana lífið. Hún kom heil nibur en svarti högninn úr Hólmgarðinum, sem er á höttunum eftir læðunni Línu, húskettinum hér, stökk á hana og deyddi. Sorglegt. Pabbi og mamma höfðu varað okkur við þessum dýrum sem liggja í leyni og eta litla fugla. En óhapp af þessu tagi sér enginn fyrir. Eftir að við systkinin höfðum lært hvernig starar afla sér fæbu og vetur var á næsta leiti flugu for- eldrar okkar til Spánar ásamt fé- lögum sínum og dvöldust þar vet- urlangt. Við systkinin komumst ágætlega af veturinn þann arna og héldum til í Hæðargarðinum. Athafnasvæbi okkar er allstórt, Fossvogsdalurinn, Gróbrarstöðin þar og ab Öskjuhlíð. Útvarpshúsib nýja er vinsæll áningarstaður í góðum margfugla-félagsskap, svo og Borgarspítalinn. í einfalda röð hópum við stara-félagarnir okkur saman og látum brandarana ganga á milli svo að oft er glatt á þakinu. Nú um þessar mundir eru ráðhússbrandararnir einna vin- sælastir. Til að mynda þessi: Stari flaug inn um opinn glugga á Ráðhúsinu og alla leið í sal þar sem var að hefjast fundur. Hann flögraði fram og aftur yfir starandi fundarmönnum uns hann fann sæti við sitt hæfi. Vegna þessa dróst að setja fundinn og einn kven-borgarfulltrúinn vildi láta bóka að töfin stafaði af því að svartur páfagaukur með gulan gogg heföi ónábað fulltrúana og hún legði til að fyrst yrði á dagskrá hvernig ætti að flæma hinn óboðna gest út úr húsinu. Það er ekki nóg með að mann- fólk láti blekkjast af raddbreyting- um okkar heldur finnst því við líkj- ast suðrænum gælufuglum í útliti! Mér er minnistætt þegar ég dró fyrsta ánamaðkinn upp úr grassverði. Fjölskyldan var öll ásamt öðrum fuglum ab næra sig í almenningsgarðinum milli Hólm- garðs og Hæðargarðs, árla morg- uns. Iöandi og feitur endi blasti við mér á milli grasstráa. Snöggur upp á lagið klemmdi ég goggnum utan um hann og togaði í en lítið gekk. Ormurinn lengdist og ég hamaðist við að ná þarna í gómsætan bita. En allt kom fyrir ekki. Ég færði gogginn nær sverðinum og streitt- ist við af öllum lífs- og sálarkröft- um, tók að hoppa og berja til vængjunum. Þab bara teygðist á ormskömminni. Öskuillur neytti ég allrar þeirrar orku sem ég bjó yfir og þab dugbi en á annan veg en ég hugði. Ánamaðkurinn slitn- aði í sundur og ég skall á bakið með iðandi endann á kviðnum. Verst var þó ab flestir viðstaddir fuglar ætluðu að tryllast af hlátri. Þvílík skömm! En þetta megum við unglingarnir þola, aðhlátur af minnsta tilefni. Annars brosir framtíðin við mér og fjölskyldunni. í sumar, sem leið, eignuðust foreldrar mínir þrjá unga svo að nú erum við fimm systkinin, öll heilbrigðir og efnileg- ir starar. Sú venja tíðkast mebal stara að elstu börnin hjálpi til við ab afla fæðu og mata þau yngri uns þau verða fleyg og sjálfbjarga. Þab eru ekki mörg ár síðan kyn- stofn minn, stararnir, nam land hér á Fróni. En okkur hefur fjölgað 4 0 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.