Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1993, Blaðsíða 19

Æskan - 01.04.1993, Blaðsíða 19
PUMST AÐ! RNDUM NÁTTÚRUNA! - segja börn og unglingar um allan heim - og ýmsir vinsælir tónlistarmenn. Þið vitið að mengun ógnar víða fólki, dýrum og gróðri. Undan- farna áratugi hefur komið sí- fellt skýrar í Ijós að menn hafa ekki gætt nógu vel að sér í umgengni við náttúruna. Fólk er nú farið að skilja að varlega þarf að fara og mörgu þarf að breyta. í 3. tbl. Æskunnar birtum við bréf frá Berglindi Halldórsdóttur í Kópa- vogi (bls. 57). Hún sagði þar frá um- hverfisverndarklúbbi í Bandaríkjun- um (hann heitir Krakkar sem vilja hreina jörð) og spurði hvort íslenskir krakkar vildu verða félagar í slíkum klúbbi. Margir hafa skrifað henni og lýst á- huga sínum. Það er gaman að vita. Æskan styður þetta framtak. Ef til vill getur það tengst þætti um náttúru- vernd sem hefur göngu sína í næsta tölublaði. MARGAR DÆGURSTJÖRNUR á sviði tónlistar og kvikmynda og afreksfólk í íþróttum hafa lýst yfir stuðningi við umhverfisvernd. Þær hvetja aðdáendur sína til að nota þau efni, sem valda engum eða sem minnstum skaða, og til að láta í sér heyra um þessi mál. Ýmsar þeirra hafa lagt fram fé til styrktar barátt- unni. Leikkonan Kim Wilde styður ensku samtökin Vini jarðarinnar - bæði með vinnu og peningagjöfum. Sam- tökin vinna gegn mengun á láði, í legi og andrúmslofti og að björgun dýra- tegunda sem eru í útrýmingarhættu. (Hún leggur reyndar líka sitt af mörk- um í verkefninu Einu litlu skrefi - til hjálpar börnum sem þjást af vöðva- rýrnun). Söngvarinn Sting barðist hat- rammri baráttu gegn eyðingu regn- skóga - söngkonurnar Sandra, Madonna og Belinda Carlisle hafa ó- Sandra berst gegn tilraunum á dýrum. trauðar stutt dýravernd og gagnrýnt tilraunir á dýrum í vísindaskyni - tennisleikarinn John McEnroe og söngkonurnar Chryssie Hynde og Wendy styðja notkun á vistvænu þvottadufti - leikararnir Tom Cruise, Richard Gere og Olivia Newton-John (sérlegur sendiherra á vegum Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna) eru fé- lagar í bandarísku verndarsamtökun- um ECO - strákarnir í hljómsveitun- um Bros og Big Fun styrkja ensku dýraverndarsamtökin Lynx. Þeir sem þekktir eru og vinsælir geta haft mikil áhrif til góðs. Vonandi láta sem flestir þeirra þannig í sér heyra. En nauðsynlegt er að allir leggist á eitt til að áfram verði lífvæn- legt á jörðinni. Verum með! - einnig Richard Cere - Tom Cruise - og Bros. Kim styður umhverfisverndarsamtök Æ S K A N 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.