Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1993, Page 19

Æskan - 01.04.1993, Page 19
PUMST AÐ! RNDUM NÁTTÚRUNA! - segja börn og unglingar um allan heim - og ýmsir vinsælir tónlistarmenn. Þið vitið að mengun ógnar víða fólki, dýrum og gróðri. Undan- farna áratugi hefur komið sí- fellt skýrar í Ijós að menn hafa ekki gætt nógu vel að sér í umgengni við náttúruna. Fólk er nú farið að skilja að varlega þarf að fara og mörgu þarf að breyta. í 3. tbl. Æskunnar birtum við bréf frá Berglindi Halldórsdóttur í Kópa- vogi (bls. 57). Hún sagði þar frá um- hverfisverndarklúbbi í Bandaríkjun- um (hann heitir Krakkar sem vilja hreina jörð) og spurði hvort íslenskir krakkar vildu verða félagar í slíkum klúbbi. Margir hafa skrifað henni og lýst á- huga sínum. Það er gaman að vita. Æskan styður þetta framtak. Ef til vill getur það tengst þætti um náttúru- vernd sem hefur göngu sína í næsta tölublaði. MARGAR DÆGURSTJÖRNUR á sviði tónlistar og kvikmynda og afreksfólk í íþróttum hafa lýst yfir stuðningi við umhverfisvernd. Þær hvetja aðdáendur sína til að nota þau efni, sem valda engum eða sem minnstum skaða, og til að láta í sér heyra um þessi mál. Ýmsar þeirra hafa lagt fram fé til styrktar barátt- unni. Leikkonan Kim Wilde styður ensku samtökin Vini jarðarinnar - bæði með vinnu og peningagjöfum. Sam- tökin vinna gegn mengun á láði, í legi og andrúmslofti og að björgun dýra- tegunda sem eru í útrýmingarhættu. (Hún leggur reyndar líka sitt af mörk- um í verkefninu Einu litlu skrefi - til hjálpar börnum sem þjást af vöðva- rýrnun). Söngvarinn Sting barðist hat- rammri baráttu gegn eyðingu regn- skóga - söngkonurnar Sandra, Madonna og Belinda Carlisle hafa ó- Sandra berst gegn tilraunum á dýrum. trauðar stutt dýravernd og gagnrýnt tilraunir á dýrum í vísindaskyni - tennisleikarinn John McEnroe og söngkonurnar Chryssie Hynde og Wendy styðja notkun á vistvænu þvottadufti - leikararnir Tom Cruise, Richard Gere og Olivia Newton-John (sérlegur sendiherra á vegum Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna) eru fé- lagar í bandarísku verndarsamtökun- um ECO - strákarnir í hljómsveitun- um Bros og Big Fun styrkja ensku dýraverndarsamtökin Lynx. Þeir sem þekktir eru og vinsælir geta haft mikil áhrif til góðs. Vonandi láta sem flestir þeirra þannig í sér heyra. En nauðsynlegt er að allir leggist á eitt til að áfram verði lífvæn- legt á jörðinni. Verum með! - einnig Richard Cere - Tom Cruise - og Bros. Kim styður umhverfisverndarsamtök Æ S K A N 19

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.