Æskan - 01.05.1994, Qupperneq 5
„Þeir eru fæddir á Landspítalan-
um í Reykjavík en fluttust til Kaliforn-
íu í lok mars 1991, tæplega þriggja
ára. Við foreldrarnir heitum Sigurður
Ómar Sigurðsson og Ágústa
Hreinsdóttir. Systur þeirra eru íris
Ann 9 ára og Sandra Ósk 15 ára.“
- Hvaða atriði í myndinni þykir
þeim skemmtilegast?
„Þegar Bamm Bamm hleypur í
gegnum hurð - Fred leikur keilu og
Fred brýtur hurð.“
- Hve lengi voru þeir við mynda-
tökur?
„Tvo til fjóra daga í viku í þrjá og
hálfan mánuð. Um fjórum mánuðum
seinna var myndað eitthvað til við-
bótar og dálítið tekið að nýju. Þá
hófust líka kynningar og viðtöl."
KÆRUSTURNAR
ÞEIRRA ...
- Hvernig líkaði þeim þessi
„vinna“?
„Þeim fannst þetta gaman. Allir
voru mjög vinalegir og góðir við þá
og það var alltaf verið að leika við
þá. Starfsmaður, sem vann við
brúðuleikdýrin í myndinni, var mikill
galdrakarl og sýndi krökkunum oft
brögðin sín.
Elaine og Melanie Silver, tvíbura-
systurnar sem léku telpuna Pebbles,
eru miklar vinkonur þeirra. Þeir kalla
þær kærusturnar sínar! Rosie
O’Donnell, sem lék Betty móður
Bamms Bamms, var líka sérstaklega
skemmtileg og góð við þá.“
- Hafa fjölmiðlar í Bandaríkjunum
ekki sýnt þeim mikinn áhuga?
„Þeir sátu blaðamannafund í New
York í febrúar og í apríl voru þeir í
viðtali hjá bresku sjónvarpsstöðinni
BBC. Það verður sýnt í Englandi um
áramót.
Nýlega voru þeir í símaviðtali við
blað sem heitir „Variety" og kemur
út 30. júní. Það hafa verið birtar
myndir með upplýsingum um þá í
sjónvarpi hér - í þætti um kvikmynd-
ir og skemmtanalíf.
En það sem gerir þá mest áber-
andi í tengslum við myndina eru vör-
ur sem eru með myndum af þeim,
svo sem bækur, litabækur, bolir,
skólatöskur, strigaskór, sælgæti,
pappadiskar og glös - svo að eitt-
hvað sé nefnt. Það hafa líka verið
búnar til brúður sem líkjast þeim!”
- Eitthvað var gert þegar myndin
var frumsýnd ...
„Já, það var haldið sérstakt sam-
kvæmi fyrir þá og telpurnar með
gestum þeirra. Það var matarveisla
og einkasýning í sal Stevens Spiel-
bergs. Hann er hinn glæsilegasti
með lúxus-sætum og einkasælgæt-
issölu þar sem allt var frítt. Eftir sýn-
inguna voru boðnir eftirréttir, ís og
sérskreytt kaka með mynd af Stein-
aldar-börnunum.“
- Hefur myndin vakið einhver við-
brögð sem þið hafið orðið vör við?
„Já, það er farið að bera á því. í
gær (14. júní) fengu þeir t.a.m. níu
aðdáendabréf!"
- Verðið þið áfram í Bandaríkjun-
um eða eruð þið væntanleg hingað
til langdvalar?
„Við gerum ráð fyrir að flytjast aft-
ur til íslands síðari hluta árs 1995.“
AFTUR MEÐ EF FLEIRI
MYNDIR VERÐA GERÐAR ...
- Hafa þeir leikið í öðrum mynd-
um eða auglýsingum? Hefur verið
rætt/samið um leik í öðrum mynd-
um?
„Þeir voru í blaðaauglýsingum fyr-
ir Miklagarð eins og tveggja ára.
Samningurinn um myndina gerir
ráð fyrir að þeir fái hlutverk stráksins
ef framleiddar verða myndir í fram-
haldi af þessari.
Þeir hafa líka leikið í einni auglýs-
ingu fyrir McDonalds."
Hafa þeir hitt eitthvað af þekktu
fólki öðru en leikurum í myndinni?
„Við hittum Charlene Tilton
Æ S K A N S