Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1994, Page 12

Æskan - 01.05.1994, Page 12
F R Á UNGLINGAREGLUNNI VORMÓTIÐ í C ALTALÆ KJ AR5KÓCI Vormót barnastúkna á Suður- og Vesturlandi var að þessu sinni haldið 28.-29. maí sl. Þar var aó venju keppt í þríþraut og nú tóku um hundrað börn og unglingar þátt í henni. Keppt var í fjórum flokkum drengja og stúlkna. Sá stigahæsti í hverjum flokki hlaut verðlaunagrip og sigurvegari í hverri grein verðlaunapening. Allir fá viðurkenn- ingarskjal fyrir þátttökuna. Gott veður var á laugardeginum og tækin á leiksvæðinu óspart nýtt eftir þríþrautina. Um kvöldmatarleytið voru veittar pylsur, að sjálf- sögðu vel þegnar eftir amstur dagsins. Eftir matinn var haldin kvöldvaka. Félagar stúknanna sáu um skemmtiatriði. Þau reyndust svo mörg að fresta varð nokkrum! Meðal atriðanna var sýning brúðuleikhúss sem Kærleiksbandið flutti og harmoníkuleikur eins fé- laga Stjörnunnar. Mótið sóttu um 130 félagar og gæslumenn - úr barnastúkunum Kærleiksbandinu í Hafnarfirði, Nýársstjörnunni í Keflavík, Stjörnunni á Akranesi og Æskunni í Reykjavík og ungmennastúkunni Eddu í Reykjavík, auk nokkurra unglinga sem munu vinna vió Tívolíið á Bindindismótinu um verslunarmannahelgina. UNOLINCARECLUÞINC Þing Unglingareglunnar (sambands barna- stúkna) var haldið í Templarahöll Reykjavíkur 1. júní sl. Tveir fjórtán ára piltar fluttu þar ávörp, Matthías Matthíasson æðstitemplar Stjörnunnar á Akranesi og Stígur Þórhallsson æt. í ung- mennastúkunni Eddu í Reykjavík. Matthías sagði frá veru sinni í Stjörnunni en hann hefur verið fé- lagi hennar frá sjö ára aldri. Stígur sagði frá því að Edda hefði nýlega verið endurvakin eftir langt hlé á starfi. Kristinn Vilhjálmsson fyrrverandi stórgæslu- maður minntist þess að hann hefði verið fyrsti æðstitemplar Eddu þegar hún var stofnuð fyrir sextíu árum. Að loknum þingstörfum var farið í Ráðhús Reykjavíkur og skoðuð sýning á myndverkum fólks á aldrinum 6-20 ára. Hún er haldin á vegum samstarfsnefndar um íslandsferð fjölskyldunnar. Þaðan var farið í Húsdýragarðinn og gengið þar um í góðu veðri. Jón K. Guðbergsson lét af starfi sem stór- gæslumaður. Unglingaregluþingið mælti með Lilju Harðardóttur gæslumanni Æskunnar í hans stað og var hún kjörin á Stórstúkuþingi. í stjórn voru kjörin: Bryndís Þórarinsdóttir, Jóna Karlsdóttir og Sigurður B. Stefánsson. Varamaður er Sigurður Flosason. Fylgst með brúðu- leikhúsi á vormóti barnastúkna. Félagar barnastúkna og ungmennastúku á Unglingaregluþingi - á tröppum Templara- hallar Reykjavikur. Á sýningu i Ráðhúsi Reykjavikur. Pað er gaman að strjúka dýrum i Húsdýragarðinum. 7 2 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.