Æskan

Årgang

Æskan - 01.05.1994, Side 28

Æskan - 01.05.1994, Side 28
IAFTURSÆTINU -ÚÞARFT AR LÁTA SÉR ísinn er snæddur á andartaki! Síöan taka við langar og leiðinlegar stundir í aftursætinu ... Eða hvað?! Kamratposten í Svíþjóð gefur lesendum sínum góð ráð! Við komum þeim á- fram til ykkar. Og eflaust getið þið bætt ýmsu við sjálf. 1* Spilið eða leggið kapal! Að vísu er ekki alltaf auðvelt að halda spilunum stöðugum í sætinu en þetta er þó hægt. Tii eru töfl og fleira með segulstáli (segli) sem heldur mönn- unum eða skífunum föstum. Sjóræningjaleikur er tilvalinn. Þá þarf einungis rúðustrikaðan pappír og blýant. Og einhvern til að spila við mm% Flettið gömlum Æskublöðum eða öðrum tímaritum eða lesið bækur - þó ekki of lengi í einu. Þá getur ykkur orðið óglatt. Leysið allar þrautir sem þið hafið sleppt að glíma við ... 3. Skrifið bréf. Skriftin verður kannski dálítið ójöfn en það er bara skemmtilegra! Á mjög holóttum vegum verður bréfið sennilega ó- læsilegt... 4. Þið teiknið eflaust ekki eins vel í bíl og á borðinu heima en gaman er að bera það saman. 5. Veifið fólki í öðrum bílum - og brosið! 6* Leggið gátur fyrir aðra farþega. Þið kunnið ýmsar og til eru bækur með gátum - líka á bókasöfnum. 7• Þið getið farið í marga leiki, t.a.m. stein, skæri og poka. Flann er þannig: Teljið upp að þremur og réttið síðan fram höndina. Kreppt- ur hnefi merkir stein, tveir glenntir fingur skæri og útrétt hönd poka. Steinninn vinnur skærin af því að ekki er hægt að klippa hann. Skærin sigra pokann en pokinn steininn (það má geyma steininn í pokanum). Gefið stig. 8. Flver sér það fyrst? Stig eru gefin fyrir kindur, hesta, kýr, fossa, dráttarvélar o.s.frv. Fyrir kind má t.d. gefa eitt stig, fyrir hest tvö, foss tíu ... (því fleiri stig því sjaldgæfara sem er að þetta sjáist). Stig fær sá sem kemur fyrstur auga á dýrið, hlutinn o.s.frv. 9. Teljið bíla. Flver velur sér lit og telur bíla þannig lita. Sá vinnur sem sér flesta bíla í sín- um lit. 10 Þrjónið langan trefil til að nota næsta vetur! 11* Spreytið ykkur á orðaleikjum. Til eru margir slíkir leikir og henta vel til að stytta sér stundir með. T.d. þessi: Frá a til ö. Sá fyrsti segir: „Skip kemur að landi með appelsínur." Sá næsti segir: „Skip kemur að landi með appelsínur og banana." Bæta skal einni teg- und ávaxta við í hvert sinn - og nefna líka þær sem hafa verið taldir upp. — Síðan má nefna dýr, hljóðfæri og ótalmargt annað. 12» Keppist við að nefna heiti staða sem byrja á sama bókstaf. Skipst er á um að nefna nöfnin. Sá sem að lokum getur ekki bætt við nafni hefur tapað. 13 • Nefnið einhvern stað. Sá næsti á að bæta við staðarnafni sem byrjar á sama staf og hitt orðið endaði. 14 . Semjið sögu saman! Allir í bílnum segja eitt orð í einu. Kannski byrjar hún þannig: Einu - sinni - var - lítill - Marsbúi ... Ef til vill verður hún um álfa eða tröll eða ... — Gaman væri að fá senda sögu sem fjöl- skyldan semur í bíl. 15 • Tuttugu spurningar. Einn farþeginn á að hugsa sér þekktan mann, hlut - eða eitt- hvaó annað. Hinir eiga að reyna að komast að því hvað það er með því að spyrja spurn- inga, þó ekki fleiri en tuttugu. Þeim er svarað með já eða nei... 16. Ef þið eigið ferðatæki og heyrnartæki getið þið hlustað á eftirlætislögin ykkar (og sloppið við að hlusta á vélarhljóðið eða mús- íkina sem mamma og pabbi vilja hlusta á í út- varpinu ...). 17. Syngið! Það er um að gera að taka söngbók með og rifja upp lög sem allir kunna. 18. Flver telur hraðast aftur á bak frá hund- rað að einum? Það getur orðið erfitt að dæma um hvort allar tölur hafa verið nefndar en reynið samt! 19. Hver þekkir lagið? Skiptist á um að syngja örfáa tóna úr lagi. Hinir eiga að keppa um hver fyrstur getur nefnt heiti þess (eða höfund/textahöfund eða þann/þá sem hafa flutt lagið). 20. Þá er bara eftir að sofa um stund. Mundu að hafa eftirlætiskoddann þinn með! Þegar þú vaknar aftur gætir þú verið tuttugu kílómetrum nær áfangastað en þegar þú sofnaðir... (Stuðst var við texta eftir Helenu Netzell. Teikningar: Gunilla Kvarnström. Birtist áður í sænska tímaritinu Kamratposten, fjöibreyttu og ágætu blaði fyrir börn og unglinga). 2 8 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.