Æskan

Årgang

Æskan - 01.05.1994, Side 43

Æskan - 01.05.1994, Side 43
POPPÞHTTURIN Umsjón: Jens Kr. Guðmundsson. • Erlend músíkblöð hafa tilkynnt út- gáfu næstu plötu Bjarkar í haust. Heim- ildir okkar herma aftur á móti að platan komi ekki út fyrr en í fyrsta lagi um mitt næsta ár. • Björk hefur verið boðið hlutverk í erlendri stórmynd, „Tank Girl.“ Myndin er gerð eftir vinsælli teiknimyndasögu. Aðalhlutverkið í myndinni verður í hönd- um Emely Lloyd. Björk er ætlað hlutverk vinkonu skriðdrekastelpunnar. Ice-T fer með aðalkarlhlutverkið. FitÉTTamuia hf BJÖÍHC • Björk er eina nýja nafnið ofarlega á vinsældalista evrópskra plötusafnara samkvæmt árlegri samantekt tímaritsins Record Collector. Tískusveiflur hafa aldrei hróflað við þessum lista. Hann er mjög íhaldssamur og þykir marktækur mælikvarði á raunverulegri stöðu popp- stjarna á popphimninum. Bítlarnir sitja þannig óbifanlegir í efsta sætinu. Queen hafa verið í öðru sæti frá þvi Freddy Mercury lést. Rolling Stones hafa nú loksins velt Elvis Presley úr þriðja sætinu. Björk er í 71. sætinu. Hvor sínum megin við hana eru Nirvana (69), Bon Jovi (70), og Suede (72). Neðar eru m.a. Kiss (105), Aerosmith (109), Pearl Jam (148), Soft Machine (177), UB40 (238), Joan Baez (269), Lenny Kravitz (397) og Mötley Crue (435). • í nýjasta hefti bandaríska popp- blaðsins Musician er fræðileg úttekt á þeirri stöðnun og kreppu sem hrjáir enska poppið. Með súluritum er sýnt hvernig enskir nýliðar lögðu undir sig bandaríska poppmarkað- inn 1964 (Bítlarnir, Rolling Sto- nes o.fl.)og héldu því áfram með hæðum (1969 : Led Zeppelin, Black Sabbath o.fl., 1971: Genesis, Rod Stewart o.fl., 1977: Clash, Jam o.fl. og 1979: Police, Dire Straits o.fl.) og lægðum fram að miðjum níunda áratugnum. Þá hrundi enski nýliðamarkaðurinn. Enskir nýliðar hafa varla náð með tærnar inn á banda- ríska markaðinn undanfarin 8-9 ár. í greininni er sagt orðrétt að þeir nýliðar, sem náð hafa hylli í Bandaríkjunum upp á síðkastið, „komi frá Kanada (Crash Test Dummies), írlandi (Cranberries) og m.a.s. frá íslandi (Björk)..." • Þegar verið var að undirbúa hátíðina þar sem bresku músíkverðlaunin voru veitt (Brit Award) var Björk beðin um að troða upp með Meatloaf. Hún hafnaði bóninni en bauðst í staðinn til þess að syngja með söngkonunni P.J. Harvey. Á það var fallist sem kunnugt er. • Meatioaf er ekki eini söngv- arinn sem Björk hefur hryggbrot- ið. Bítillinn Poul McCartney, David Bowie, Peter Gabriel og söngvari Duran Duran, Simon Le Bon, hafa óskað eftir því að syngja tvísöng með henni, ýmist inn á plötu eða á hljómleikum. Hún hefur hafnað öllum á þeirri forsendu að þeir séu ekki að fást við nýja eða spennandi músík, öf- ugt við P.J. Harvey, 808 State eða Ultramarine. • Erlendar poppstjörnur keppast við að lofa Björk sem áhugaverðustu popp- stjörnuna um þessar mundir. Þar á með- al eru Eric Clapton, Elvis Costello og „heitasta" rabbsveitin í Bretlandi Credit to The Nation. Æ S K A N 4 3

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.