Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1994, Page 44

Æskan - 01.05.1994, Page 44
POPPHÓLFI0 Popphólfinu og Æskupóstinum hafa borist fjölmargar beiðnir um kynningar á Metallica, Rage Against The Machine, 4 Non Blondes, Whitney Houston, 2 Unlimited og Bítlunum. Þessi fyrirbæri hafa verið kynnt meira og minna í Æskunni und- anfarna mánuði. Það væri aðeins til að æra óstöðugan að birta sérstakar greinar um Metallica eða RATM svo skömmu eftir að slíkar greinar hafa áður birst í Æskunni (nema enn þá fleiri óski eftir þvíii). Hér birtum við aftur á móti samtíning af fróðleiksmolum um þetta fólk: • 1983 var sólógítarleikarinn Dave Mustaine rekinn úr Metallica. „Það er óþolandi að vinna með fylli- byttu,“ segir trommarinn, Lars Ulrich. Dave hefur síðan rekið hljómsveitina Megadeath með nokkuð misjöfnun ár- angri. Vímuefnaneysla hans hefur staðið frama sveitarinnar mjög fyrir þrifum. • Trymbill Bítlanna, Ringo Starr, spilaði með Stuðmönnum í Atlavík um verslunar- mannahelgi á miðjum níunda áratugnum. Þegar Ringó rölti eitt sinn um skóginn vék sér skyndilega að honum ofurölvi unglings- piltur. Áður en fylgdarmenn Ringós vissu hvaðan á sig stóð veðrið hóf pilturinn Ringó á loft í faðmlögum og hrópaði: „Sæll, kæri vinur!“ Við undrunar- og skelf- ingarsvipinn á Ringó var eins og bráði af piltinum. Hann losaði faðmlögin og spurði afsakandi: „Fyrirgefðu, en kenndir þú mér ekki smíðar á Eiðum ...?“ • 1991 vann Hollendingurinn Ray Sli- jngaard á daginn sem matsveinn á Schip- hol-flugvelli í Amsterdam. Á kvöldin „rabb- aði“ hann á skemmtistöðum. Frægir belgískir upptökustjórar og plötuframleið- endur fréttu af rabb-hæfileikum hans og fengu hann til að hljóðrita lög til hugsan- legrar útgáfu. í hljóðverinu heyrði Ray strax að kvenrödd myndi bæta um betur. Hann fékk Anitu Dels til liðs við sig en hún starf- aði með kvenpoppsveitinni The Trouble Sisters jafnframt því sem hún var í fullri vinnu sem einkaritari. • Trymbill Rage Against The Machine, Brad Wilk, var um tíma í Seattle-sveitinni Pearl Jam. Hann fór m.a. með þeim I fyrstu hljómleikaferð þeirra um Evrópu. • Linda Perry, söngkona, gítarleikari og söngvasmiður 4 Non Blondes, er dóttir brasilískra innflytjenda í Bandaríkjunum. Hún starfaði sem blús-farandsöngvari áður en henni var boðið í kvennarokksveitina 4 Non Blondes. • Bandaríska söngkonan Whitney Hou- ston hefur um nokkurra ára skeið verið ein skærasta poppstjarna heims. Allt frá upp- hafi söngferilsins hefur hún hafnað sam- skiptum við fjölmiðlafólk. Hún veitir ekki viðtöl, situr ekki fyrir hjá blaðaljósmyndur- um o.s.frv. Þetta er samkvæmt ráði ná- frænku hennar, Dianna Warwick sem sjálf er vinsæl söngkona. • Metallica hóf öskutunnu- og keyrslu- rokkið (thrash, speed) snemma á síðasta áratug. Um þetta segir James Hetfield gítarleikari: „Við vissum ekki að við værum að hanna nýjan þungarokksstíl. Á fyrstu hljómleikum okkar varð ég var við að at- hygli og áhugi áheyrenda á lögum okkar fjaraði smám saman út. Það var eðlilegt. Þeir höfðu ekki heyrt lögin áður. Þau runnu því saman í eitt. Ég reyndi þá að ýta við þeim með hamagangi og látum inn á milli. Við það vöknuðu allir og lögðu við hlustir. Allt í einu var hamagangurinn farinn að taka á sig fast form án þess að það væri ætlunin. Og núna reyna þúsundir hljóm- sveita að spila alveg eins og við lékum 1983!“ • Kvikmyndin „Backbeat" hefur farið sigurför um heiminn að undanförnu, einnig hérlendis, enda mjög skemmtileg þó að jaðri við að hún sé of hrá og klippt í stöku atriði. í myndinni er kastljósi einkum beint að fyrsta bassagítarleikara Bítlanna, Stu Sutcliff, og ferli þeirra áður en þeir urðu frægir. Vegna vinsælda „Backbeat" halda margir að um sé að ræða einu Bítlamynd- ina sem gerð hafi verið. Staðreyndin er sú að yfir 100 kvikmyndir eru tii um þá félaga ef taldar eru með myndir sem sýna þá sjálfa. • Whitney Houston er talin vera vin- sælasta söngkona poppsögunnar en Bítill- inn Poul McCartney er vinsælasti poppari sömu sögu. Rökin eru þessi: Fyrsta plata Whitneyjar er söluhæsta plata kvenmanns. Hún hefur selst í tæpum 20 milljónum eintaka og sett fjölda meta, t.a.m. að vera fyrsta „frumburðarplata“ söngkonu til að ná efsta sæti bandaríska vinsældalistans. Fyrstu sjö smáskífur Whitn- eyjar stukku sömuleiðis allar í efsta sætið. Aðeins Bítlarnir höfðu áður náð þeim árangri. Allt í allt hefur tæpur milljarður platna með Páli McCartney selst, þar af 80-90% með Bítlunum. Hann er jafnframt tekju- hæsti poppari heims. Hann er talinn eiga marga milljarða íslenskra króna undir koddanum sínum! •Linda Perry, framvörður 4 Non Blondes, verður þrítug 15. apríl á næsta ári. Whitney Houston varð þrítug 9. ágúst í fyrra. • Raymond Slijngaard og Anita Dani- elle Doth, eins og þau í 2 Unlimited dúett- inum heita réttum nöfnum, eru jafnaldrar. Hann var fæddur 28. júní en hún 28. des- ember 1971. • Ray segist nota öll sín fríkvöld til að Söngkona 4 Non Blondes, Linda Perry, fiktaði með vimuefni á unglingsárum. Það leiddi til þess að hún datt ofan af s völum á þriðju hæð, slas- aðist illa og var bundin við sjúkrarúm i margar vikur. Þar náði líkami hennarað hreinsa sig af vimuefnafíkninni og henni gafst ráðrúm til að endurskoða lífshætti sína. Niður- staðan varð sú að hún hefur ekki snert vimuefni siðan. Þess i stað hóf hún markvissan músíkferil með þeim árangri að fyrsta og eina þlata hennar og 4 Non Blondes keppti viða við plötur Bjarkar og RATM um titilinn „Nýliðaplata ársins 1993“. Hollenski dúettinn 2 Unlimited er fulltrúi dansmúsikstils sem kallast „techno". Bitlarnir komu með fleiri nýjungar á dægurlaga- vettvanginn en nokkrir aðrir. Ein þeirra var að blaðamanna- fundir breytt- ust úr form- legu kurteis- ishjali i alls- herjar „imbakassa“ eða „spaugstofu“. Þeir - sérstaklega Jón og Ringó - voru svo orðheppnir og fyndnir að áheyrendur veinuðu af hlátri. Whitney Houston hef- ur aldrei neytt áfengis eðatóbaks og á það sameiginlegt með söng- konunum Tinu Turner, Madonnu og Cher. 4 4 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.