Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1994, Blaðsíða 46

Æskan - 01.05.1994, Blaðsíða 46
Nemendum 6. bekkjar D í Melaskóla fannst tilvalið að skella sér í ferð með fjölskyldum sínum í vor. Farið var um Snæfellsnes 7. og 8. maí sl. Þetta var ævintýra- ferð í svalviðri á snjósleðum um jökul og blíðviðri við fjöruskoðun og klettaklifur... Við fengum frásögn tveggja stúlkna og margar myndir til birt- ingar: Við héldum af stað frá Mela- skóla klukkan hálfníu að morgni laugardagsins 7. maí. Við stöns- uðum fyrst í Hvalfirðinum og fengum ís sem Emmess (Mjólkur- samsalan) gaf okkur. Því næst námum við staðar í Borgarnesi þar sem Lísa Þáls tók viðtal við okkur fyrir Rás 2. Eftir það héld- um við sem leið lá að Arnarstapa og vorum komin þangað um eitt- leytið. Þar gengum við frá far- angri okkar í skála og héldum svo upp á Snæfellsjökul. Á leiðinni hittum við Ómar Ragnarsson sem tók myndir og viðtöl við okkur fyr- ir Stöð 2. Þegar við komum upp á jökul- inn hvíldum við okkur nokkra stund eftir langa ferð en héldum svo fljótlega aftur niður. Eftir ferð- ina á jökulinn fórum við í skálann og grilluðum kjöt og pylsur. Um kvöldið fórum við í göngu- ferð um Arnarstapa. Eftir það var haldin kvöldvaka í skálanum. Hún var ekki löng vegna þess að klukkan var orðin of margt. Næsta dag fórum við að taka okkur til fyrir heimferðina. Þegar allir voru tilbúnir lögðum við af stað. Fyrst var stansað við Djúpa- lón. Þaðan gengum við til Dritvík- ur og lékum okkur þar dálitla stund. Þegar við komum að rút- unni borðuðu allir hádegismat og fengu kökur í tilefni þess aó ein stelpan átti afmæli stuttu áður. í Ólafsvík var stutt „postulíns- stopp“ - og einnig í Grundarfirði. Eftir það héldum við sem leið lá heim og vorum komin að Mela- skóla um áttaleytið eftir skemmti- lega ferð. Hjördís Elva Valdimarsdóttir, Guðrún Dóra Steindórsdóttir. ÍSLANDSFERÐ FJÖLSKYLDUNNAR SNÆFELLSNES Við upphaf ferðar. Ómar tók menn tali... 4 6 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.