Æskan

Årgang

Æskan - 01.05.1994, Side 57

Æskan - 01.05.1994, Side 57
LÝÐVELDISAFMÆLISINS MINNST í SKÓLUM Frá Laugarnesskóla feng- um við ágæta frásögn, skólablað og myndir: Dagana 14.-18. mars sl. minntust kennarar og nem- endur í Laugarnesskóla 50 ára afmælis lýðveldisins. Það tækifæri var notað til að varpa Ijósi á gífurlegar breytingar sem hafa orðið á þjóðfélaginu frá stríðslokum hvað varðar búsetu, at- vinnulíf, fjölskyldur, sögu okkar og menningar-arfleifð. Bækur, brúður, fánar og veggspjöld voru m.a. búin til Mörg börn ortu ættjarðar- Ijóð, tóku viðtöl og sömdu sögur. Sérstakt sönghefti var gefið út af þessu tilefni og daglega var sungið. 12 ára nemendur settu á svið þjóðhátíðina 1944. Allir bekkir skólans fóru til Þingvalla, fengu leiðsögn og gengu þar um markverða staði. Skólablað Laugarnesskól- ans var af þessu tilefni til- einkað lýðveldisafmælinu. Ásdis, Bergþóra, Ásta og Aðalheiður með brúður i íslenskum þjóðbúningum sem þær bjuggu til í lýðveldisvikunni. Ung börn sungu íslensk þjóðlög og sýndu íslenska þjóðdansa í vikunni. Æ S K A N 5 7

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.