Æskan - 01.10.1940, Blaðsíða 16
ÆSKAN
geyma hestana fj'rir hann, svo lögðu þeir af stað,
að leita sér gistingar. Þeir fengu hana hrátt, og
þegar Gunnar iiafði snætt kvöldverð, háttaði hann
og þrátt fyrir óvenjulegan hávaða úti fyrir, sofn-
aði hann skjótt, svo úrvinda af þreytu, sem hann
var, og svaf í einum dúr til morguns.
Þegar hann hafði klætt sig og drukkið morgun-
kaffi, fór hann út. Faðir hans var kominn niður i
hæ. Margl var það nýstárlegt, sem fyrir augu og
eyru Gunnars har, ekki þorði hann samt að fara
svo langt frá liúsinu, að hann sæi það ekki, þvi að
hann gat ált á hættu að finna það ekki aftur.
Brátt har þar að dreng á liku reki'og Gunnar,
Iiann gaf sig á tal við hann. Hann sagðist Iieita
Helgi og eiga lieima þar slcammt frá. Hann sagði
Gunnari margt, svo sem iivað þetta og liitt væri,
svo bauð liann Gunnari að fara með honum út í
hæ og sýna Iionum margt, sem honum þætli vafa-
laust gaman að sjá. Gunnar þáði það og þeir liéldu
af stað. Um hádegi komu þeir aftur og kvöddust
með virktum fyrir utan Iiúsið, sem Gunnar hélt
lil i. Þegar Gunnar kom inn, var faðir Iians þar
fyrir. Hann kvaðst vera búinn að selja ullina, en
verða að fara út í hæ aflur og spurði Gunnar, livort
hann vildi ekki verða með. H'ann fékk Gunnari
peningana, sem hann fékk fyrir ullina af kindun-
um iians, Móru og Mjöll, og svo lögðu þeir af
stað.
Gunnar var fyrir löngu búinn að ákveða, að
kaupa sér skauta, og þeir átlu nú ekki að vera af
verri endanum. Lolcs keypti hann sér ljómandi
fallega stálskauta. Nú þurfti liann þó eklci að
skammast sín fyrir skautana sína næstæ vetur, nú
átti hann alveg eins fallega skauta og Bragi, sonur
sýslumannsins. Svo keypti liann ýmislegt smávegis
handa heimilisfólkinu: Vasahnif harnla Knúli litla,
hrúðu handa Ásu, svuntuefni Iianda mönnnu sinni
og efni í dropóttan skýluklút lianda Þuru gömlu.
Morguninn eftir lögðu þeir af stað heim og riðu í
lilaðið á Selsengi um kvöldið. Jóhann tók við hest-
unum, en feðgarnir fóru að Ijorða kvöldverð. Þegar
þeir voru búnir að borða, fór Gunnar að útbýta
gjöfunum. Knútur litli fór strax að tálga með
hnífnum, Asa varð svo glöð yfir að fá brúðuna,
að hún kunni sér engin læti, og Þura gamla marg-
blessaði hann og sagði, að hann yrði einliverntíma
lánsmaður, fyrst hann liefði ekki gleymt að gleðja
liana í fyrstu kaupstaðarferðinni sem hann færi
á æfinni.
Gunnar sofnaði fljótt um kvöldið, með margar
og miklar endurminningar frá Reykjavík i liug-
anum. Hulda S. H.
Hið besta
og versta.
Þið liafið sjálfsagt mörg lesið eða lieyrt eitthvað
af dæmisögum Esóps. Esóp var þræll. Hann var
Semíti og var uppi um 500 f. K. Hann var mjög
vilur og þess vegna sóttust auðmenn og höfðingjar
eftir að hafa hann í húsum sínum, og hann var
oft við hirð konungsins. Dæmisögur lians hafa
verið þýddar á flest Vesturlandamál.
Nú skuluð þið fá að heyra eina af hinum frægu
dæmisögum lians.
Esóp var i vinnu hjá kónginum. Einn dag hauð
kóngurinn honuni að fara á sölutorgið og kaupa
það hesla, sem til væri, til veislu, sem kóngurinn
ætlaði að halda vinum sinum.
Esóp fór til lorgsins og kom aftur með kynstrin
öll af tungum. Hann lagði svo fyrir við eldamann
kóngsins, að hann ælti að matreiða tungurnar á svo
margvíslegan liátt, sem unnt væri, og gera úr þeim
svo marga rétti sem hann gæti. Síðan hófst veislan.
Fyrsti rétturinn var tungur, sá næsti einnig og
sömuleiðis sá þriðji o. s. frv. Kóngurinn var alveg
forviða og spurði Esóp, hvernig á þessu stæði.
„Sagði eg þér ekki að kaupa það besta, sem
fáanlegt væri? spurði kóngurinn.
„Jú“, svaraði Esóp rólega. Hefi eg ekki hlýtt
boði þinu? Tungan er það besta, sem til er. Mæla
menn ekki viturleg orð með henni. Gæti nokkur
maður orðið kennari, dómari eða konungur, ef
hann væri tungulaus? Með lijálp tungunnar syngj-
um við fagra söngva og mælum ástúðleg orð. Og
með aðsloð tungunnar getum við huggað sorgbitna,
lalið kjark í þá og vakið lífsgleði þeirra!“
„Jæja“, sagði kóngurinn, „ef maður lítur þannig
á málið,vþá liefir þú rétt fyrir þcr. Á morgun mun
eg aflur hjóða vinum mínum lil miðdcgisverðar.
Far þú lit á torgið og veldu nú það versta, sem
tíl er.“
Næsti dagur kom. Hvað liafði Esóp keypt og
látið matreiða lil miðdegisverðar? Það voru enn á
ný tungur, tilreiddar á margvíslegan liátt. Konung-
urinn varð alveg agndofa. Haim lél kalla Esóp
fyrir sig og spurði hann, livað hann meinti með
þessu, að bjóða aftur upp á lungur.
„Herra,“ svaraði þrællinn. „Tungan er það
versta, sem til er. Með hennar hjálp Ijúga menn og
116