Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1940, Blaðsíða 18

Æskan - 01.10.1940, Blaðsíða 18
ÆSKAN Hvort var betra? (Ása og Lísa.) III. (Niðulag.) LÍSA: Jæja, Ása. Þetta verður nv'i síðasti dagurinn, sem eg verð hér i sveitinni. ÁSA: Ó, hvað það er leiðinlegt, að þú skulir vera að fara. Eg vona, að þú komir aftur næsta sumar. LÍSA: Já, það er alveg áreiðan- legt, að minnsta kosti, ef eg fæ að fara. Eg vona, að mamma lofi mér það. ÁSA: Er ekki hetra að vera í sveitinni? LÍSA: Af hverju ertu að spyrja svona? Eg sagði þér það í sumar einu sinni, að mér þætti hvort- tveggja gott, bæði að vera hérna og heima. En eg get ekki sagt, hvort er betra. ÁSA: Já, það er nú víst gott að vera þar sem manni líður vel og allir eru góðir við mann, hvort sem það er í sveit eða við sjó. En eg vil lieldur vera hérna hjá pabba og mömmu. LÍSA: Eg vil líka helst vera hjá pabba og mömmu, þó að mér hafi þótt gaman hérna í sumar. Mikið var nú gaman að fara í réttirnar. ÁSA: Þótti þér það líka? Mér þykir svo gaman þegar féð kemur af fjallinu á haustin. LÍSA: Já, að hugsa sér, Ása, að þú skulir eiga kind, og að þú skyld- ir þekkja hana strax í réttinni, innanum allan hópinn. ÁSA: Það er nú ekki mikill vandi að þeldija hana Gæfu mína. Hún er mislit og auðþekkt. LÍSA: En hvað lömbin hennar voru orðin stór, einkum það mó- rauða. ÁSA: Já, hún er dugleg, hún Gæfa mín. Nú skal ég segja þér nokkuð, Lísa mín. Mamma sagði í morgun, ,að eg mætti gefa þér mórauðu gimbrina, og þú mátt gera hvort sem þú villt, að eiga hana hérna á fóðrum í vetur, eða ef þú villt heldur, að hún sé rekin með fénu suður, og þið fáið af henni kjötið. Eg var að draga það, að segja þetta við þig, þangað til við vorum orðnar einar. LÍSA: Segirðu þetta í alvöru, Ása? ÁSA: Já auðvitað. LÍSA (kijssir ÁsuJ: Þakka þér hjartanlega fyrir, Ása mín. Undur ertu góð við mig. ÁSA: Það er ekkert að þakka. LÍSA: Jú, það er mikað að þakka. En eg' vil ekki láta slátra kindinni minni. Eg vil að hún fái að lifa. ÁSA: Það datt mér nú i hug. Eg sagði það við mömmu, og þá sagði hún, að pabbi gæti þá fóðrað hana fyrir þig. LÍSA: Svo verður hún orðin stór, þegar eg kem aftur næsta sumar. ÁSA: Já, og svo eignast hún lömb, verður kanske tvílembd eins og Gæfa mín er oft. LÍSA: En eg verð að skíra hana einhverju fallegu nafni. ÁSA: Þú getur nú bara látið hana heita Móru. Lísu-Móra verð- ur hún þá kölluð. LÍSA: Það líkar mér ekki. Bíddu við. Eg ætla að kalla hana Gjöf, af því að þú gafst mér hana. ÁSA: Það er ágætt. Svo getur þú búið til vísu uin hana. Hve nær ætlar þú að gera vísu um mig? LÍSA: ,(hlær). Það er bara vit- leysa. Eg kann ekki að búa til vís- ur. En nú skal eg segja þér nokkuð. Eg ætla að biðja mömmu að lofa mér að senda þér stóru brúðuna mína, sem þér leist svo vel á í vor. ÁSA (mjög glaðleg): Lísa, þú mátt það ekki. LÍSA: Þætti þér þá ekki gaman að eiga hana, þ*ú sem átt enga fall- lega brúðu? ÁSA: Jú, en það er ekki rétt að taka hana frá þér. LÍSA: Eg sendi þér hana nú samt. ÁSA: Jæja, elsku Lísa mín. b2g hlakka ákaflega mikið til. Eg ætla að láta hana heita Lísu. LÍSA: Svo skulum við skrifast á í vetur. ÁSA: Já, það skulum við gera, það verður gaman. LÍSA: Já, það verður gaman. ÁSA: Og svo kemur þú aftur með fuglunum að vori! * M. J. djöflagangurinn var sýnu verri en áður, og um morguninn gat pilturinn varla hreyft sig. Tókst lionum þó að ná til töframeðalsins, og þegar liann liafði borið það á sig, var hann þegar jafngóður — eins og ekkert hefði ískorist. Seinasta nóttin var þó langverst. Var drengurinn þá nærri því meðvitundarlaus um morguninn Gat liann nú ekki náð til flöskunnar. En eftir langa mæðu heppnaðist honuin þó að ná henni, með því að krækja í hankann, sem hún liékk í, með staf, sem lá hjá honum á gólfinu. Smurði liann sig nú 118 með smyrslunum úr flöskunni og varð þá allur eins og nýr rnaður og frískari en nokkru sinni áður. Nú var allt í besta lagi, og álögin upphafin. Stúlkan var frá sér nmnin af gleði. Töluðu þau nú um að lialda hrúðkaup sitt, en pilturinn vildi fara heijn fvrst og láta foreldra sína vita, að hann væri á lífi, og bjóða þeim til brúðkaupsins. (Frnnili.) Tilkynnið búslaðaskipti. Ennfremur ef vanskil verða á blaðinu. Dragið það eklti of lengi.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.