Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1940, Blaðsíða 15

Æskan - 01.10.1940, Blaðsíða 15
ÆSKAN uðið. Hvernig gátu þeir i tugatali sest á bak þessu dýri ? Loks mætti liann lítilli, óásjálegri veru, sem gekk aðeins á tveimur fótum. „Það er víst einlivers konar api,“ hugsaði ljónsunginn. Honum datt ekki einu sinni í hug, að þetta væri maður. „Komdu sæll, vinur, getur þú ekki sagt mér, hvar eg get hitt mann?“ „Eg er maður,“ svaraði hann. Þá fór ljónið að lilæja. „Þú maður! Yissulega er eg ungur og óreyndur, en eg er enginn hjálfi, sein læt draga dár að mér. Þú getur ekki verið maður. Þú ert ekki eins stór og fótur fílsins.“ „Eg er nú maður samt sem áður,“ sagði maður- inn. „Nei, heyrðu nú til. Bæði pahhi og mamma hafa sagt mér, að maðurinn sé grimm og hræðileg skepna og eina dýrið, sem ljónið þurfi að óttast. Ef svo er, að þú sért maður, þá liafa foreldrar minir látið gahbast.“ „Eg er ekki eins sterkur og þú“, sagði maður- inn, „og ekki heldur jafn sterkur og fíllinn, uxinn cða úlfaldinn, en eg liefi nú samt eitt fram yfir ykkur hina.“ „Er það nú satt?“ spurði ljónið. „Hvað getur það verið?“ „Skynsemin“, svaraði maðurinn. „Það veit eg ekkert, hvað er“ sagði ljónsunginn. „Getur þú útskýrt fyrir mér, hvað skynsemi er.“ „Það er ekki svo létt að útskýra“, sagði maður- inn, „en eg get á hinn bóginn sýnt þér, hvernig hún getur starfað.“ „Blessaður gerðu það,“ svaraði ljónið glaðlega. Nú verður að geta þess, að maðurinn var skógar- höggsmaður og har öxina sína um öxl sér. Hann sveiflaði nú öxinni og lijó djúpt inn í stofn- inn á ungu tré. Síðan tegldi hann til fleyg, sem liann stakk inn i skoruna á trénu, svo að þar mynd- aðist djúp hola inn i tréð. „Nú skall þú stinga löppinni hér inn í,“ sagði hann svo við Ijónið. Þegar ljónið liafði hlýtt því, dró hann fleyginn hurtu, svo að tréð klemmdist saman um fót ljónsins, og það gat með engu móti losað sig. Það togaði af öllum mætti, en árangurs- laust, uns það að lokum i reiði sinni sló hausnum við tréð, svo fast, að það lét líf sitt. Þannig fékk ljónið að kenna á mætli mannsins, en um seinan. Ef það hefði farið að ráðum foreldra sinna, þá væri jiað ef til vill enn á lífi, en þá hefðum við ekki fengið að heyra þessa sögu. M. J. pýddi. Ferð til Reykjavíkur. Gunnar litli á Selsengi vaknaði venju fremur snemma einn sólbjartan júni-morgun, og það var ekkert undarlegt, þvi að nú var hin langþráða og margumtalaða stund upprunnin, að Gunnar skyldi fara með föður sínum, Ólafi hónda á Selsengi, til Reykjavíkur. Gunnar var 12 ára og liafði aldrei komið til Reykjavíkur, en faðir hans hafði lofað lionum ]jví, að hann skyldi fá að fara til Reykjavík- ur, þegar hann færi að selja ullina þetta vor. Það var þvi engin furða, ])ó að Gunnar væri léttfættur, þegar hann þaut fram í eldhús til Áslaugar móður sinnar. Hann borðaði morgunmatinn sinn, flat- hrauðsköku og mjólkurglas, standandi, því að svo var ferðaliugurinn mikill, að honum fannst hann ekki mega vera að setjast. Svo hljóp hann út á lilað. Þar stóðu þeir Ólafur bóndi og Jóhann kaupamað- ur, þeir voru að tala um ullarverð og fleira þ. u. 1. Faðir Gunnar hað haiin að sækja hestana fyrir sig. Gunnar lét ekki segja sér það tvisvar og þaut af stað. Hann hljóp yfir liolt og móa og raulaði fyrir munni sér alkunnu vorvísurnar lians Steingríms Thorsteinssonar: „Einn fagran morgun vors það var, eg vatt mér upp í hlíð,“ o. s. frv. Hann fann hestana hrátt og þeysti heim á leið. í liuga hans var Reykjavik ofar öllu öðru. í dag átti heitasta óskin hans að rætast. Hann liafði séð myndir frá Reykjavik, og liann vissi, að þar voru ótal mörg falleg hús, og þar voru bifreiðar, mótor- hjól og reiðhjól á fleygiferð um steinlögð stræti og svo margt og margt, sem gaman væri að sjá. Gunnar var nú lcominn lieim með hestana, og flýtti sér inn i hæ til að húa sig. Þegar hann var að enda við það, kom faðir hans inn og sagðist vera farinn að leita eftir honum. Þá var að kveðja fólkið. Knút litla hróður Gunn- ars og Ásu systur jieirra, Jóhann kaupamann, Þuru gömlu vinnukonu og siðast en ekki síst mömmu. Gunnar var hrosleitur þegar hann liljóp á hak Glæsi, rennivökrum gæðingi, sem foreldrar hans liöfðu gefið honum í afmælisgjöf á 12. afmælis- deginnm hans. Hann lileypti Glæsi á sprett út túnið og veifaði svipunni sinni til móður sinnar og Jó- hanns, sem stóðu á hlaðinu og liorfðu á eftir þeim. Undir kvöld komu þeir til Reykjavíkur. Ólafur fór beint til kunningja síns, sem var vanur að 115

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.