Æskan

Árgangur

Æskan - 24.12.1922, Blaðsíða 1

Æskan - 24.12.1922, Blaðsíða 1
cTií Raupanda og útsölumanna cfCsRunnar. Með næsta ári byrjar Æskan 24. árgang sinn, og verður hún gefin út með sama verði og yt.ri frágangi og áður, ef Gtuð lofar. Þó vildum við gjarnan geta gefið öllum kaupendum einhvern aukakaupbæti næsta ár, ef þess væri kostur, en til þess þarf hún að auka kaupendatöluna að miklum mun. Eins og nú standa sakir, er það ómögulegt, því Æskan er stórskuldug eftir síðustu árin, vegna þess hvað hún er ódýr, en pappír og prentun hefir verið, og er enn, svo afardýr. Við heitum því enn á kaupendur og útsölumenn Æskunnar, að gera nú ítra tilraun til þess að útvega nýja kaupendur að Æskunni, og hjálpa henni með því til þess að komast úr skuldunhm. Æskan hefir náð í nokkur eintök af skrautlegu hátíðariti (stóra bók) um konung vorn Christian X. og drotningu hans. Það er með mesta fjölda af myndum, og svo fylgir því stór mynd, til að setja í ramma, af konungshjónunum saman. Útsöluverð þessa rits var 10 krónur. Höfum vlð ábveðið að gefa eitt cintak af þessu riti í vcrð- lann fyrir hverja 10 nýja kaupendur, sem Æskunni bætast í viðbót við fyrri kaupendatölu næsta ár og standa skil á andvirðinu. Sýnið nú kapp og dugnað i að útbreiða Æskuna, eins og fyr, svo þið getið eignast þetta fallega rit. Myndin ein, sem fylgir því, er margra króna virði. Bregðið fljótt við, því það eru ekki nema nokkur eintök til af ritinu. Þeir, sem fyrstir verða, fá þau. Auk þess höfum við ákveðið að gefa aukaverðlaun þremur útsölu- mönnum, sem flesta nýja kaupendur hafa utvegað á árinu og staðið í skilum með andvirðið. 1. verðlaun eru: Yasablýantur (Ewer Sharp), gullplett. Verð 20 kr, 2. — — sama — — silfurplett. — 10 — 3. — — sama (Orion), alpakka. — 5 — Sjáið þlð! Nú er til nokknrs að vinna.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.