Æskan

Árgangur

Æskan - 24.12.1922, Blaðsíða 8

Æskan - 24.12.1922, Blaðsíða 8
102 ÆSKAN JOLIN mér býður við þeim. En hvað Knút- ur hlýtur að vera kátur og sæll eins og hann hefur mikið af leikföngum. En ég hefi ekkert annað en þessa fjárans tindátak »Heyrðu, Sveinn! En allir vagn- arnir, sem þú hefir smiðað sjálfur úr tvinnakeflum og teinum. Og pappa- húsin, sem þú hefir límt saman sjálfurcc. »Ó, óþverrinn sá!« »Svei, Áki! Þú ert alls ekki dreng- ur mömmu, eins og þú ert vanur að vera. Hvernig stendur á því, að alt hérna heima er svona handónýtt; hvernig stendur á því?« wÞað er af því, mamma, að við erum svo fátæk! Og alt, sem við eig- um er fátæklegt og argvítugt og eink- is virði!« »En heyrðu, Sveinn! Ó, hvað mig tekur það sárt að heyra til þín!« Svo fór Sveinn að hátta. En hvað hann var óánægður með alt, alt var svo töturlegt og fátæklegt hjá þeim! Hann sofnaði með ólundartotuna. Mamma hans fór að hátta og hafði hljótt um sig. Hún lá lengi vakandi; hún gat ekki sofnað; tár eftir tár féll niður eftir kinnunum á henni. »Við erum svo fátæk! Og alt, sem við eigum er fátæklegt og argvítugt og einkis virði!« Hún gat ekki gleymt þessum orðum drengsins síns. Hvað átti hún að gera? Á endanum sofn- aði hún, en hún svaf ekki vært. Morguninn eftir var hún snemma á fótum. þá var hún í betra skapi. Hún gekk síraulandi, eins og hún var vön, þegar hún var að hugsa eitthvað. Sveinn fór seint úr bólinu, en móðir hans mælti ekki orð við hann, og varð hann þá enn tryltari en áður og þótti sér vera misboðið, ekki að eins af mömmu, heldur af öllum heiminum. Þau voru vön að borða miðdegis- verð á hádegi og það gerðu þau líka þennan daginn — en þau steinþögðu bæði. Sveinn smakkaði varla á matn- um, þó að það væri einn uppáhalds- rétturinn hans: Steikt lifur. Það var svo óþolandi, að mamma skyldi ekk- ert segja, þegar hún sá, að hann borðaði ekkert; og hún spurði ekki einu sinni hvernig honum liði; það var svo sem auðséð, að hún lét sér alveg á sama standa um hann. Nú var tekið fram af borðum. Sveinn lagðist á hnén á stólnum og horfði út á götuna. Veðrið var öm- urlegt, snjóaði og rigndi á víxl. Spor- vagnarnir hringdu. Vagnar runnu af stað. Hann sat og horfði út í loftið og sá þó ekkert. Alt í einu rauk hann upp. Mamma hans kallaði á hann. »Nú, það var víst ekki vert að vera of fljótur á sér!« »Heyrðu mig, Sveinn!« kallaði hún aftur. Hann lallaði fram í eldhúsið. »Hvað er nú?« »Geturðu farið með sorpfötuna fyrir mig út í garðinn?« »Hvað var þetta? Hvað var nú þetta?« Gat hann trúað sjálfs síns augum? Jólagjafirnar hans til mömmu lágu ofan á í fötunni, tvinnaspjöldin bæði og umgerðin um myndina af pabba. Hann horfði og horfði og undraðist og undraðist. wHeyrðirðu ekki það, sem ég sagði Sveinn?« sagði móðir hans. Jú, en — en — «, sagði hann stam- andi. »En — hvað?« »En — mamma! Er það ekki af ógáti? Mér sýnist, að þú hafir fleygt spjöldunum og umgerðinni í sorpföt- una«. »Nei, það er ekki af ógáti«. »Já, en mamma! viltu ekki eiga það ?« »Nei, hvað ætti ég að gera við það,. annað eins skran«. Líttu bara á. Það

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.