Æskan

Árgangur

Æskan - 24.12.1922, Blaðsíða 13

Æskan - 24.12.1922, Blaðsíða 13
1922 Æ S K A N 107 Snjókarlinn. AÐ er bæði holl og góð skemt- un á vetrum, þegar snjór er, að hnoða snjómyndir og gam- an er oft að því að sjá, hve vel börnunum getur tekist myndagerðin. ■ Ekki er hann fríður né föngulegur, snjókarlinn, sem hér er á myndinni, enda eru þau sáróánægð með hann börnin, sem búið hafa hann til, eins og þið sjáið. Hafa þau ákveðið að leggja hann að velli. Dreng- irnir eru sýnilega í vígahug og hefja öfl- uga skothríð að karli með hörðum snjó- kúlum. Er nú eftir að vila, hvort hann þolir hina hörðu á- rás, þó hann sýnist ærið borginmannleg- ur og virðist »hvergi hræddurhjörs í þrá«. Santa Claus, MERÍSKU börnin bíða með mikilli eftirvæntingu eftir jól- unum og löngu áður fara þau að hugsa um, hvað »Sanla Claus« (jólasveinn Ameríku- manna) muni gefa þeim í jólagjöf. Það er sem sé siður í Ameríku, að börnin láti sokkana sina á rúmgafl- inn hjá sér á aðfangadagskvöldið, og eru þá jólagjafirnar látnar i þá eftir að þau eru sofnuð; þau finna þær svo þar um morguninn, þegar þau vakna, og trúa því, að Santa Claus hafi komið um nóttina og gefið þeim þær. Fyrir nokkrum árurn síðan tóku allmörg börn upp á þvi, að skrifa Santa Claus bréf, þar sem þau létu i ljós, hvers þau óskuðu sér i jólagjöf. Komu þá yfir 500 bréf á póslhúsið í Chicago, sem skrifað var utan á lil Santa Claus. Póstafgreiðslumennirnir gátu ekkert annað gert við þessi bréf en að senda þau á skrifstofu óskila- bréfa í Washington. En svo kom auðmaður einn og vildi fá bréfin og kvaðst ætla að svara þeim. Eftir mikla vafninga og vífi- lengjur af hálfu póststjórnarinnar fékk hann loks bréfin með því móti að gefa yfirlýsingu um, að hann væri hinn rétti Santa Claus. Lagði hann síðan af stað til að kaupa gjafir handa

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.