Æskan

Volume

Æskan - 24.12.1922, Page 2

Æskan - 24.12.1922, Page 2
ÆSKAN Orðsending til kaupenda Æskunnar írfí Bókaverzlun Sigurjóns Jónssonar, Reykjavík. Eins og flestum er víst ljóst, og nú orðiö alment viðurkent, þá eru góðar bækur eitt hið bezta, sem menn verja fjármunum sínum fyrir. Svo léleg bók er varla til, að ekki megi eitthvað af henni læra, ef menn gera sór far um það. Bókaverzlun mín hefir lagt áherzlu á að gefa út bækur, þó fáar séu enn þá, sem allir gætu haft bæði skemtun og gagn af að lesa, enda hafa þær verið keyptar og lesnar. Má í því sambandi benda á: „Handa- vana“, „í föðurleit4*, „Barnagaman“, „Barnagnll“ o. fl., sem nú eru alveg útseldar eftir óvenjulega stuttan tíma. Enn fremur hefir bókaverzlunin gefið út fleiri barnabækur, sem enn eru fáanlegar hjá öllum íslenzkum bóksölum, svo sem „Hans og Greta“, „Ranðhetta“, „Kátir piitar“ eftir Fr. Kittelsen og „Tín æflntyri“ eftir ýmsa höfunda, alt saman ágætar bækur, með fjölda af myndum tilheyrandi efninu, og eru þær einkar vinsælar og eftirsóttar meðal barnanna. Þá hefir bókaverzlunin einnig geflð út ágætar skemtisögur fyrir full- orðna fólkið, svo sem: „Góða stúlkan“ eftir Ch. Dickens, „Milli tveggja elda“ eftir A. Sewett, „Úrsúla“ eftir Fiorenze Warden, „Heillastjarnan“ eftir Louis Trasy o. fl. Þessar sögur eru allar hver annari betri, og um leið og þær skemta lesandanum, þá göfga þær hugsunarhátt hans, og eru því bæði skemt- andi og göfgandi, eins og sögur eiga að vera. Þá er enn ótalin bezta bókin, sem bókaverzlunin hefir geflð út, og óhætt er að telja beztu bókina, að sínu leyti, sem út kom síðastliðið ár; og hún en jafnágæt fyrir alla, bæði unglinga og fullorðna; það er bókin: „Níu myndir úr líli meistarans“ eftir Olfert Ricard. Sú bók hefir hlotið nær einróma lof allra þeirra, sem hafa lesið hana, og hún er í fallegu bandi, hin ákjósanlegasta tækifærisgjöf við öll tækifæri, enda mikið notuð til þess síðan hún kom út. Loks vil eg leyfa mér að vekja athygli á tveimur bókum, sem bóka- verzlunin hefir gefið út á þessu ári. Það er: „Kross Og lramar“. Fornaldarmynd frá Noregi eftir Edward Knud- sen. Ágæt smásaga, bæði að efni og stefnu. „Grirnms æflntýrl“, 1. hefti, með mörgum og góðum myndum. Grimms æfintýri eru þekt um allan heim, og hafa verið þýdd á flest (Framh. á 3. kápusíðu).

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.