Æskan

Árgangur

Æskan - 24.12.1922, Blaðsíða 12

Æskan - 24.12.1922, Blaðsíða 12
106 ÆSKAN JÓLIN Sigga litla systir mín. Meðalhraði. Sigv. S. Kaldalóns. iDiiimjriiTifiTjn■ 11111111111 ■ iiiiii i i i i Mq manima uá ekki vita það. RESTUR nokkur var ekki alls fyrir löngu beðinn um að tala við fanga, sem dæmd- ur hafði verið í margra ára fangelsisvist. Fanginn var ungur maður, að eins 24 ára. Þrátt fyrir margra ára sukk og svall, bar hann það þó með sér, að hann hefði notið góðs uppeldis í bernsku. Presturinn var góðmenni mikið, og honum tókst því að fá fang- ann til að segja sér ætisögu sína. Og það var raunasaga um veikan vilja- kraft, sem liggur ílatur fyrir hvers konar illum áhritum, sem mæta æsku- manninum, þegar hann er horfinn úr foreldrahúsum. Fanginn játaði, að hann hefði verið tekinn til fanga undir fölsku nafni, og þegar hann var bú- inn að segja prestinum hið rétta nafn sitt og ætt, þá bætti hann við: »En hún inamma má ekki vita það! Ég bið yður umfram alt, að láta hana ekki vita, hvað um mig er orðið. Hún verður að lifa í þeirri trú, að ég sé dáinn. Eg hefi ekki skrifað henni eina línu í mörg ár, né látið hana neitt frá mér heyra. Lofið henni að trúa því, að ég sé dáinn. Látið hana fyrir alla muni ekki fá að vita sannleikann um mig!« »Hún mamma má ekki vita það!« segir margur æskumaðurinn, sem sokkinn er djúpt í synd og spillingu. Þeir sem í fyrsta skifti gera eitl- hvað það, sem þeir vilja ekki láta hana mömmu sína vita um, eru byrj- endur á þeirri braut, sem getur leitl þá í sömu eymd, sem ungi fanginn var kominn í. Allir unglingar ætlu að gæta sín vel fyrir því, að gera nokkuð það, sem móðir þeirra má ekki vita. Pá mun þeim vel farnast í lífinu. Sf. J.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.