Æskan

Árgangur

Æskan - 24.12.1922, Blaðsíða 4

Æskan - 24.12.1922, Blaðsíða 4
98 Æ S K A N JÓLIN I i i \jx þah vœmz ©ngin jóZ/ Eflir Kjcld Slub. I I IKAN án sunnudagsins væri eins og blaðlaust tré, blóma- laus blómgarður eða arin- laust herbergi í vetrarkulda. Þessi orð las ég einu sinni þegar ég var lítill og þau festust í minni mínu og ég hefi aldrei getað gleymt þeim síðan. Auðvitað hefi ég skilið þetta betur eftir að ég þroskaðist, en samt sem áður var mér þá munurinn ljós. En — hugsið ykkur nú ef það væru engin jól! — Engin slík hátíð til að þrá og hlakka til! Aldrei taldir dagarnir þangað til hún kæmi! Ekkert jólatré, jólakerti, jólamatur; engar jólagjafir og — enginn Jesús til að sijnja um og fagna! Haldið þið ekki, börn, að þá væri árið ykkur, og okkur hinum fullorðnu líka, eins ogblaðlaust tré, blómlaus garður og arinlaust her- bergi í vetrarkulda? En Guði sé lof — við eigum jólin — og jólagleðina. Og þau koma til okkar með ljós og gleði einnig í ár; eins og björt engilvera klædd í hrein- leikans hvíta skrúða, vilja þau heim- sækja hvert mannsbarn og gleðja sináa og stóra með hinum gamla en þó eilíf- Iega nýja jólaboðskap: »/ dag er gður frelsari /æddurla Þvi jólin eigum við Jesú að þakka. í*ví megið þið ekki gleyma, þegar þið hýr og glöð safnist um jólatréð. Hann kom frá Guði í vorn dimma og synd- spilta heim lil þess að opna oss himnahliðin. Jólatréð, öll jólaljósin og jólagjaf- irnar á alt að minna okkur á Jesú, sem sjálfur er mesta og dýrmætasta jólágjöfin. Ættum við því ekki að vera glöð og þakklát við hann, elska hann framar öllu öðru og þjóna honum í auðsveipni? Við viljum þá líka gleðjasl af því um þessi jól að við eigum jólin og þakka Jesú, sem gaf okkur þau. Þá söfnumst við saman og höldumst í hendur með pabba og mömmu og systkinum okkar og syngjum honum lof og dýrð, sem fæddist fyrstu jóla- nóttina. Og meðan við sjálf fögnum og gleðjumst, þá sendum hlýja hugsun til allra þeirra mörgu barna, sem engin jól eiga, — engrar jólagleði njóta. — Þau eru mörg hér á okkar landi, en þó enn þá miklu fleiri úti í stóru löndunum, sem enn flaka i sárum eftir hörmungar stríðsáranna, þar sem hungur og neyð ríkir. Eigum við ekki að minnast þeirra og biðja Guð að líta i miskunn til þeirra og senda þeim þó ekki væri nema lítið geislabrot frá jólastjörnunni. Og margföld yrði jólagleði okkar, ef við sjálf gælum lagt þeim lið, sem líða, með litlum skerf. Hugsið ykkur, að það væru engin jól! — En Guði sé lof, við eigum jólin. Því eru »blóm í blómgarðinum og hlýja í herberginu«, og meðal vor stendur Jesús og býður öllum ungu vinunum sínum gleðileg jóll Sj. .].

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.