Æskan

Árgangur

Æskan - 24.12.1922, Blaðsíða 6

Æskan - 24.12.1922, Blaðsíða 6
100 Æ S K A N JÓLIN þessari sjón. Lað skein eigi minna af augunum í honum en ljósunum. »Ó, mamma, en hvað þelta er Ijóm- andi, skínandi. En hvað litla tréð okkar er fallegt. Eigum við að syngja jólasálm?« »Já, drengur minn, það skulum við gera!« að gleyma gjöfunum handa mömmu sinni. En alt i einu flugu honum þær í hug og hann þaut inn í svefnher- bergið og tók þær með sér og flýtti sér til mömmu sinnar: »Mamma, mammal Ég hefi lika dálítið handa þér 1 Sko, hérna!« »Nei, en hvað þetta er snoturt! Og Svo lóku þau sálmabókina, settust niður og sungu hvern sálminn af öðrum, kæru, gömlu jólasálmana og héldust í hendur meðan þau voru að syngja. Nú kom mamma með sínar jóla- gjafir. Það var spánnýr matrósabún- ingur með bláum kraga! »Ne-ei, en hvað ég verð fínn í þessum fötum!« Og svo þrýsti hann mömmu sinni að sér og faðmaði hana og kysti. — Svo kom mamma með öskju fulla af tindátum. En hvað hann var lengi búinn að óska sér þess að hann eignaðist þá! Hann lét nú ekki bíða að raða þeim á borðið á alla vegu. Hann var næstum búinn myndin af pabba komin í svona fal- lega umgerð. Fyrir það skaltu nú hafa hjartans þakkir, elsku drengur- inn minn!« »Ó, hvað nú er skemtilegt hjá okk- ur, mamma!« sagði Sveinn og vafði sig upp að mömmu sinni. »Já, drengur minn, okkur liður sannarlega vel; ég vildi óska, að þér mætti alt af finnast það framvegis, að golt sé að vera í þröngu híbýlun- um hennar mömmu þinnar!« Sveinn gat nú engu orði upp kom- ið, svo komst hann við af þessu. Nú voru kertin útbrunnin; það var kveikt á lampanum og þau fóru ekki að hátta fyr en komið var fram á nótt.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.