Æskan

Árgangur

Æskan - 24.12.1922, Síða 7

Æskan - 24.12.1922, Síða 7
1022 Æ S K A N 101 Sveinn fylkti öllu sínu tindátaliði á tiéstólnum fyrir framan rúmið. Svo fór hann að hátta. »Góða nótt, elsku mamma mín — og margfaldar þakkir fyrir daginn i dag!« Svo sofnaði hann. Þaö var á anuan í jólum, seint um kvöldið, það var komið fast að mið- nælti. Þá þreifuðu þau sig upp eftir dyraþrepinu, Sveinn Áki og mamma hans. »Það er ljóta baslið að þurfa að vera að gaufa hérna i myrkrinu«, sagði Sveinn og lá illa á honum. »Það var dálítið öðruvísi hjá honum Vilhjálmi frænda. Þar þurfti ekki annað en styðja á hnapp og þá skein alt á svipstundu í fegursta ljóma — þar var nú gangandi upp að dyrun- um — alveg eins og á konungshölk. Mamrna tók upp lykilinn, kveikli á eldspýtu og fann með því móti lyk- ilsfarið og lauk nú upp. »Mér finst þú vera önugur í skapi, Áki! Og þó að þú hafir séð margt gott og fínt hjá frænda í dag, þá máttu ekki láta liggja illa á þér. Þú fékst þó svo skemtilegan »bíl« heim með þér. Þú getur þó reglulega leik- ið þér að honum!« »Hann getur ekki einu sinni runn- ið til hálfs i litlu stofunni okkar, — nei, úti hjá Vilhjálmi frænda gat hann runnið allan langa ganginn á enda!« »Þú ert orðinn syfjaður, drengur- inn minn«. »Nei, það er ég ekki!« sagði Sveinn og hrylti sig. »En hvað er þá að þér?« spurði mamma hans. »Ekki neitt! Ég vil fara að hátta«. »Já, farðu bara að hátta, gerðu svo vel. En, Sveinn, ætlarðu eklti að hjóða henni mömmu þinni góða nólt með kossi?« Sveinn setti fram ólundartotu og var vondur. »Nei, það kemur ekki til mála að ég kyssi greppatrýnið á þér«. »Þú mátt ekki kalla munninn á mér greppatrýni«. »Já, en heyrðu mig Sveinn! Hvað er að þér? Hvers vegna ertu svona fullur ólundar? Þú ættir vissulega að vera kátur og þakklátur fyrir það, að þú fékst að eiga svona dæmalaust glaðan dag hjá Vilhjálmi frænda, og Knúlur frændi þinn lék við þig á allar lundir. Og það var svo fallegt af honum að gefa þér »bílinn« sinn, svo þú gætir dregið hann upp og látið hann renna. Þú mættir skatnm- ast þín fyrir að vera svona fýldur. Nú, en — farðu nú burt. Góða nótt! Það er víst kominn í þig kveldúlfur!« Sveinn kysti mömmu sína með allri ólundinni og lallaði svo inn í svefn- herbergið. Mamma lians þurfti fyrst að taka dálítið til. »Sveinn Áki 1« kallar hún. »Nú — hvað viltu mér?« spurði Sveinn önugur. »Ætlarðu ekki að laka með þér tindátana þína og hafa þá hjá rúm- inu þínu?« spurði hún. »Nei«, hrópaði hann í gremju, »ég vil ekki sjá þá, þeir eru tómur ó- þverri! Veiztu ekki það, að Ivnútur átti (300 tindáta og það voru reglu- legir tindátar, því máttu trúa. Það voru danskir lífverðir og Japanar og ríðandi Rauðskinnar og hljóðfæra- sveit stór og tjöld og reglulegar fall- byssur, sem hægt var að skjóta af, og smáir bryndrekar á hjólum — en þeir, sem ég á, eru ekkert annað en aumustu óþverra-dátar, því sem næst litarlausir«. »Hvað ertu að segja, Sveinn! Og þér sem þótti svo Iifandi ógn vænt um þá á jólakvöldið«. »Ég vil ekki sjá þá framar! Ó,

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.