Æskan

Árgangur

Æskan - 24.12.1922, Blaðsíða 10

Æskan - 24.12.1922, Blaðsíða 10
104 Æ S K A N JÓLIN Mamma, mér þykir svo vænt um, svo vænt um alt hérna heima og vænt um þig, mamma. Ó, þú mátt ekki vera reið við mig — ertu það, mamma?« »Nei, Sveinn Áki! En viltu þá muna eftir þessu, þegar þú verður í annað sinn óánægður með, hvernig okkur líður, af því að við erum ekki ríkisfólk, af því að við höfum ekki eins miklum peningum úr að spila og Vilhjálmur frændi. Mundu eftir því, að ég hefi alt af kostað kapps um að láta þér líða svo vel sem mér er unt, og að ég verð alt af að taka svo mikið tillit til þess, hverju við höfum efni á!« »Já, elsku góða mamma! En viltu þá ekki hafa gjafirnar mínar?« »Jú, ég vil það! Því ég veit, að þú lézt þær vera svo góðar og laglegar sem þér var liægt. En ég gaf þér líka heztu gjafirnar, sem ég hafði ráð á, skilurðu það ekki, Sveinn?« »Jú, mamma! Og þakka þér fyrir, að þú vilt hafa gjafirnar minar«. Nú var hringt. Sveinn hljóp til dyra og lauk upp. Það var Knútur, frændi Sveins. »Komdu sæll, Sveinn Áki«. »Sæll, Knútur, og þakka þér fyrir síðast«. »Ég átti að skila til ykkar regnhlíf, sem Anna frænka, mamma þín, skildi eftir hjá okkur í gær. Gerðu svo vel!« »Þakka þérfyrir, Knútur! Gerðu svo vel! Komdu inn, farðu úr kápunni og leiktu þér dálitið við Svein Áka«, sagði frú Anna Föns, sem líka var komin til dyra. »Já — þökk fyrir!« Knútur fór úr kápunni og gekk inn í stofuna. Sveinn Áki var hálffeiminn við að sýna frænda sínum alt innanstokks. En Knútur var ekki gefinn fyrir að sitja lengi kyr. IJann sá lljólt, hvar Sveinn hafði muni sína. »Nei, Sveinn!« hrópaði hann upp yfir sig, alveg hugfanginn, »hvaðan liefir þú fengið alla þessa inndælu vagna? Hvar hefirðu keypt þá?« »Ég hefi smiðað þá sjálfur!« »Smíðað sjálfur! Nei, nú furðar mig! Úr tvinnakeflum, teinum og vindlakössum — reglulega fallegir kornvagnar! Þelta var gaman! Ég vildi ég gæti smíðað svona vagn! Og lofaðu mér að sjá þetta. Hvað er það, sem þú hefir þarna? Nei, en hvað þelta eru ljómandi fallegir bóndabæ- ir. Hefirðu líka smíðað þá?« »Já, það heíi ég reyndar gert; það er ekki svo mikill vandi«. »Já, en þú hefir víst málað þá sjálfur? Nú gengur alveg fram af mér! Ó, hvað þú ert myndarlegur í þér, Sveinn!« Nú réði Sveinn sér ekki fyrir gleði. Nú var hann kominn í reglulega gott skap. Knútur þurfti að læra bæði eitt og annað og hann gerði ekki annað en að vera si og æ að dást að dugn- aði Sveins. Það getur vel verið, að þeir hafi leikið sér saman og það að marki. Og víst er um það, að þeir höfðu varla líma til að drekka súkku- laði og horða jólaköku, þegar móðir Sveins har þessar veilingar á borð fyrir þá. Þegar fór að skyggja, þá var drengj- unum leyft að fara ofan og kaupa sér jólakerti. Og svo var aftur kveikt á jólatrénu. »En hvað það er laglegt, jólatréð ykkar! Og skrautið á því, það er ekkert óhræsi. Það hefir hlotið að vera dýrt!« »Nei, það hefir ekki kostað okkur mikið, við mamma höfum búið til hverja ögn, sem á því er«. »Já, en stjörnuna fínu þarna uppi i toppinum?« »Hana höfum við líka búið til«. »Ó, hvað þér líður vel, Sveinn Áki!«

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.