Æskan

Árgangur

Æskan - 24.12.1922, Blaðsíða 14

Æskan - 24.12.1922, Blaðsíða 14
108 Æ S K A N JÓLIN öllum litlu bréfsendurunum, sem út leit fyrir, að væru fátækir og vinfáir. Mikill var fögnuðurinn og gleðin, hvar sem hann kom, eins og þið getið nærri. Vel getur verið, að Æskan segi ykkur síðar nokkrar sögur uin Santa Claus. Þegar Sveinn litli misti sjón og heyrn. ANN er frábær drengur, hann Sveinn litli, sagði amma gamla við Hans frænda, sem var gest- komandi hjá systur sinni. »Hann er svo iðinn við lesturinn, að hann skeytir ekkert um að ólmasl eða leika sér með hinum börnunum«. »Já«, svaraði Hans. ^Það er ágætt að drengurinn er lestrarfús, en það er sorglegt að vita til þess, að hann skuli vera orðinn blindur«. »Blindur!« hrópaði amma gamla upp yfir sig í skelfingu og það svo hátt, að snáðinn litli, sem um var rætt og sat í makindum við lestur í næsta herbergi, leit upp úr bókinni. »Já, ég sagði, að hann væri blind- ur, og hann er víst orðinn heyrnar- laus Iíka«. »Hver hefir nú komið þessu inn í höfuðið á þér?« spurði amma gamla gröm í geði. »í*etta er nú ekki til að hafa að gamni sínu«. »Drengurinn hefir sannfært mig um þetta sjálfur«, svaraði Hans með mestu ró. »Hann hefir nú lagt undir sig bezta slólinn í húsinu allan seinni part dagsins og sá hvorki þegar mamma hans eða amma komu inn í herbergið. Þegar þú varst um alt að ærast og leita að gleraugunum þín- um áðan, þá heyrði hann það ekki, og ekki heyrði hann heldur þegar hún mamma hans misti skærin sín á gólfið. Af þessum ástæðum held ég að hann sé bæði heyrnarlaus og blindur«. »Hann var svo niðursokkinn í lest- urinn«, sagði amma hans honum til afsökunar. »F*að er engin afsökun í því, sé Sveinn litli ekki sjónlaus og heyrn- arlaus, þá er hann annað, sem ekki er mikið betra, sem sé ósiðlegur og lalur«, sagði Hans í slröngum tón. Þá stóð Sveinn upp og gekk til frænda síns. »Mamma bað mig aldrei að standa upp af stólnum, svo hún gæti sezt á hann, Hans frændi«, sagði Sveinn hálf skömmustulegur. »Hún bað mig heldur ekki um að taka upp fyrir sig skærin. Og amma spurði mig aldrei um gleraugun sín eða bað mig að leita að þeim fyrir sig«. »Um þetta á ekki að þurfa að biðja«, svaraði Hans frændi. »Börn eiga altaf að nota augu sín og eyru óbeðið. Það er ágætt að vera bók- fús, Sveinn litli, en samt máttu ekki gleyma skyldum þinum. Smávik öll, sem þú getur í té látið, átt þú að inna af hendi ótilkvaddur«. »Ég skal gera mér far um að muna það hér eftir«, svaraði dreng- urinn. Eftir þetta gat Hans frændi enga ástæðu fundið til þess að ætla að Sveinn litli væri búinn að missa sjón eða heyrn. Útgefendur: Aðcilbjörn Ste/ánsson og Sigurjón Jónsson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.