Æskan

Volume

Æskan - 15.12.1925, Page 4

Æskan - 15.12.1925, Page 4
96 Æ S K A N Lúk. 2, 1—U. Ú er hún komin enn á ný hátíðin, sem mestan á undramátt yfir mönnunum. Enn af nýju finnum tíö líða oss í brjóst þennan undraverða einkennilega yl, sem aldrei vermir hjartað heitar en á jólum. Dægurdeilur gleymast og hugir manna sameinast. Handtakið verður hlýrra og brúnin verður bjartari. Sálin stækkar, og velvildar- og vinarhugurinn nær til fleiri samferðamanna þetta kvöld, en nokkur kvöld önnur. Það er sem himininn færist nær jörðu, eða jarðlífið lyftist nær himninum þetta kvöld, en nokkra aðra stund ársins. Og það er eðlilegt, því að þessa stund gistir hann hjá oss, öllum stundum fremur, góði gesturinn, sem er oss bezt- ur bróðir og vinur og verndin og hjálp- in í öllu. Og í hans nafni ber ég fram jólaósk mína og óska ykkur öllum af hjarta, í Jesú nafni: Oleöileg jól! Jólaóskin mín nær í fyrsta lagi til þeirra, sem eiga jólin fyrst og fremst: Til ykkar barnanna yngri og eldri, sem þetta lesa eða heyra. Því er svo varið um oss, sem eldri erum, að þó árin komi yfir oss, þá erum við öll meira og minna ykkur skyld og ykkur sam- huga þetta kveld. Við gleðjumst með ykkur af ljósunum, sem prýða híbýlin eða jólatréð. Og vér rennum huganum flestir langar leiðir aftur í tímann. Liðnir áratugir hverfa fyrir auganu og við erum í anda komin aftur að móð- urknjám eins og þið. Þar horfum við á ljósið, sem mamma okkar gaf okkur og þar gleöjumst við og fögnum yfir gjöfum hennar, sem hafa þó ef til vill verið margfalt smærri og fátæklegri en ykkar. — Þetta eru fegurstu minning- arnar, sem við eigum til. Petta eru björtustu draumarnir, sem við minnumst, þegar við vorum börn á jólunum eins og þið eruð nú. Við eigum enga minn- ing bjartari, enga fegurri eða unaðs- legri, enga saklausari og helgari en þá, er við gátum glaðst af hinu smáa og sáum jafnvel í lágu barnakertinu inn í víðar veraldir birtu og ljóss, og lilum þar í anda ljómann af Drottins dýrð. — í’ví að Ijómann af dýrð sjálfs Drottins verðum við að sjá, til þess að geta átt heilög jól. Annars eru ljósin al- geng ljós og viðhöfnin algebg viðhöfn. Barnið í Betlehem verður að birtast fyrir barnsauganu til þess að hinn ytri ljómi skyggi ekki á jólin sjálf. Og því óska ég ykkur börnunum þess, að þið megið sjá Betlehemsbarnið í anda, að

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.