Æskan - 15.12.1925, Qupperneq 5
Æ S K A N
97
það fái lýst inn í hjörtu ykkar og að
ljóminn af dýrð Guðs sonar fái búið í
hjarta ykkar fram til síðustu stundar.
í Jesu nafni óska ég ykkur: Gleðileg
jól! Þeirri jólaósk minni beini ég ekki
aðeins til barnanna, heldur og til ung-
mennanna. Ég sný máli mínu sérstak-
lega til þeirra. Ég get að vísu vænst þess,
að svo þyki sem ég þurfi ekki að óska
ungmennunum meiri gleöi, heldur meiri
alvöru. Menn munu hugsa, að gleðin sé
æskunnar eign hvort sem er, en alvöruna
þyrfti hún að eignast. þó dettur mér
ekki i hug að óska æskunni neins ann-
ars fremur, en djúprar og hreinnar gleði.
Því að ég held að hennar þurfi hún
mest. Ég veit að gleði æskunnar er ein-
att talin full-hávær, — en er hún þá
að sama skapi djúp? Ég veit að gleði
æskunnar er oft hvað háværust einmilt
um jólaleytið og mætti því ætla að hún
ætti öðrum fremur gleðileg jól. Þeirri
gleði er einatt rétt lýst í orðum skáldsins:
»Dillandi. hljóðfæri dansana slá,
alt er tómur unaður, ulan að sjá!«
En er unaðurinn þá aðeins að utan?
Hvernig mundi vera umhorfs i huganum
eftir langa dans- eða drykkjunótt? Mun
pað ofmælt, að sá unaður standi ekki djúpt
og hafi jafnvel verið aðeins að utant í
gleðiþrá sinni leitar æskan oft þangað sem:
Alt er í boði, sem augun girnast manns,
nema auðnan sem Zeí/mVíhjartafylgsnum hans.
Æskunni slendur svo margt til boða,
sem menn ná ekki síðar. Æskunni fylgir
jafnaðarlegast heilsa og þróttur, kæti og
Ijör. Hún á ótalmörg tækifæri til að gleðj-
ast, tækifæri, sem ellinni eru algerlega
bönnuð En að hvaða gagni koma æsku-
manninum þau tækifæri, ef þar er ekki
»auðnan sem leynist í hjartafylgsnum
hans«. Enginytri gæfa, lán eða hagsæld
verður nokkurs virði, ef henni fylgir ekki
þetta, sem skáldið nefnir »auðnu í hjarta-
fylgsnunum«. — Gleðiháværðin gagnar
ekkert, ef að maðurinn er ekki glaður
inni á sér. — Og fyrir því óska ég
ykkur ungmennunum djúprar og hreinn-
ar jólagleði, í samfélagi við Jesúm Krist,
afþví að ég veit, að þá er maðurinn glaður
inni á sér. Sú gleði er meira en wunaður
að utan«. Sú gleði er auðna, er leynist í
hjartafylgsnum manna, jafnvel þó að
skugga beri á. Sú gleði er varanleg. Sú
gleði er eilif eign.
Guð gefi þá öllum ungmennum þessa
hina eilífu eign! Guð láti alla verða þá
auðmenn að eignast unaðinn hið innra,
— unað samfélagsins við Jesúm. Guð gefi
ykkur öllum þá uppsprettu alls unaðar
nú á helgri hátíð sinni, þá öðlist þér í
sannleika gleðileg jól!
Jólanóttin.
Dýrðar-nótt! — Pér hneigir veröld hljóð,
heilags anda návist kennir Ijóst, —
andblœr pinn er hjartnœmt helgi-ljóð,
himinn opinn við pill móðúr-brjóst, —
blœjan stjörnum stráð
stafar jriði, náð,
voldug himindjúpin, lög og láð.
Stilt er sérhver sál
samktið djúpum rólt
við pitt móðurmál,
mitda jótanótt.
Syngið, syngið, — heyrið hjartaslög
heilags Gnðs i jólanœlur blœ!
llringið, hringið, — ódauðleikans lög
leifra stað/esl yfir motd og sœ!
Mikli meistarinn,
mannkyns leiðloginn,
hann er kominn, kominn — jrelsarinn!
Honum syngi sœlt
sérhver tunga’ á jörð,
drótt af drottins œtt,
dýrð og pakkargjörð!
Guðm. Guðmundsson.