Æskan - 15.12.1925, Side 7
ÆSK AN
99
ekki mt'iddur, við skulum lola honum
að iljúga sem fyrst«. Svo fór hún með
hanri út og slepli honum og þau horfðu
öll á eflir honum upp í heiðbláan
himininn.
En hvað litlu börnin voru glöð, nú
máltu allir á bænum til að fá að vita
það sem skeð hafði. Fyrst fóru þau
upp á Ioft til ömmu,
hiín sat á rúminu
sínu og varaðprjóna.
Þau hlupu til hennar
og sögðu henni sög-
una og amma horfði
á þau undan gler-
augunum og gladdist
með þeim, hún á-
minti þau um að vera
vorkunnarsöm við
menn og málleys-
ingja, sem æltu bágl.
Svo fóru þau út í fjós
til Guðna gamla;
hann var að gefa
kúnum, þegar þau
komu í fjósið oghann
fékk að heyra sömu
söguna; en hann
fræddi þau á því,
að það ætti aldrei
að taka veiðina af keltinum, hvort sem
það væri heldur fugl eða mús, því þá
hætti hann alveg að veiða.
»Já, en gerir það til, svona bara um
jólin?« sagði Siggi litli.
»Pað er alveg sama þólt það sé um
jólin«, sagði Guðni, »og ekki hóli belra
fyrir það; kötturinn verður alveg ónýtur
að veiða og lítur ekki við músunum,
það er alveg satt, það hafa sannorðir
sagt. Eða þætli ykkur gott, ef mýsnar
gengju Ijósum logum og ætu allan jóla-
matinn upp til agna, eins og hann legg-
ur sig?«
Siggi litli stóð agndofa og slarði á
Guðna, en eftir nokkra stund sagöi hann;
»En ef maður reyndi að úlvega honum
kjöt í staðinn? Eg veit að mamina gefur
honum steikarbila í kveld, ef ég bið
hana«.
»t*að hefir enga þýðingu, það sem er
ónýtt, verður ónýtt, hvernig sem að er
farið og svo fer um köttinn, hann veiðir
ekki framar, þið skuluð sanna orð inín«.
»Ætlarðu ekki að gefa kúnum góðan
mat í kveld?« sagði
Stína.
»Þær fá töðu eins
og vant er«, sagði
Guðni.
»Það þyrfti að
gefa þeim hangikjöt
og jólagraut og svo
sætt kaffi á eftir«,
sagði Siggi.
»Alt af ertu skáld«,
sagði Guðni, »það
yrði þá lítið eftir
handa fólkinu, held
ég«.
Fau fóru nú úr
fjósinu og heim að
bænum; þá kom
mamma þeirra út og
sagði þeim að nú
mættu þau fara til
hennar Gunnu og
segja henni, að þau vonuðust eftir henni
heim að Hvammi um kveldið. Fau voru
viljug til þess og hoppuðu á stað auslur
túnið og létu snjóinn gusasl npp með
fótunum og ofan á skóna.
Tunglið var komið upp og gægðist
fram fyrir fjallið, það varpaði skærri
birtu yfir jörðina, snjókornin tindruðu
fyrir fótum manna og stjörnurnar leiftr-
uðu á bláu himinhvolfinu, já, það mátti
með sanni segja, að veðrið var eins og
það átti að vera á jólunum.
Gunna gamla var ekkja og bjó i lít-
illi baðstofu utan við bæinn í Hjáleig-
unni; hún hafði búið þar allan sinn bú-
skap, en þegar bún misti manninn og
brá búi, fékk hún að hýrast í baðslofu-