Æskan

Årgang

Æskan - 15.12.1925, Side 9

Æskan - 15.12.1925, Side 9
Æ S K A N 101 »Hvað er að heyra þelta«, segir Gunna og hélt áfram að strá sykri yfir lummurnar, sem hún var að enda viö að baka. »Því eruð þið að tala um jólakött? Hann er ekki til nú orðið«. »Við sáum hann þarna við vegginn«, segja þau og bentu þangað, sem þau sáu hann og þá var hann þar reyndar enn. Þau rifu í Gunnu og héldu sér sem fastast, en þá fór Gunna að hlæja og benti þeim á kisu sína, sem stóð á kassa hjá hlóðunum og var að rífa í sig lummu, sem Gunna hafði gefið henni. Skugginn lenti á veggnum og var afar- stór. Þá fór hræðslan að réna, svo þau gátu skilað erindinu og sagt Gúnnu markverðustu fréttir. Hún sagði, að þau mættu til að fá hjá sér kaffi; ketillinn sat á hlóðunum og skiðlogaði undir honum. Hún fór með þau inn í baðstofu og kveikti á lampanum. Gólfið var nýþvegið og rúmið uppbúið, svo börnin gátu með naumindum tylt tánum niður, þegar þau settust á það. Á litlu borði stóð þvottaskál með hreinu vatni, hand- klæði og sápa lá þar hjá og lítill spegill stóð upp við þilið. Það var auðséð, að Gunna ætlaði að halda jól, sparifötin hennar héngu bak við hurðina og þver- röndótta millipilsið, sem hún var búin að eiga siðan hún giftist, hékk þar lika. Börnunum varð alt af starsýnt á það, þau höfðu margsinnis fengið að skoða það og telja í þvi litina og þótti þeim það mikið verk. Gunna gaf þeim nú kaffi og lummur og kveikti á kerti, sem hún setti á borðið hjá þeim. Það mátti til að vera vel bjart um sjálf jólin. Nú kom kisa inn á pallinn og sleikti út um. Gunna rétti henni lummubita, en hún leit upp glóandi augum og þáði ekki. »Sú held ég sé södd«, sagði Stína. »Það á líka svo að vera um jólin«, sagði Gunna, »skepnurnar eiga að fá góðan og mikinn mat um jólin«. »Ekki vill Guðni það«, sagði Siggi. »Jú, maður á að reyna að láta þeim liða vel eftir því sem maður getur; maður hefir ábyrgð á þeim og á að standa af því reikningsskap eins og öðru, sem manni er trúaö fyrir«. Börnin litu upp til Gunnu, þegar hún talaði svona, það var munur að heyra til hennar eða Guðna, sem oft var ön- ugur og svaraði þeim út af. »Ertu ekki vön að elda jólagraut?« sagði Stína. »Híngað til hefi ég gert það«, sagði Gunna, »en það er svona, þegar maður á enga mjólkina, þá á maður það aldrei víst«. »Hún mamma gefur þér mjólk«, sagði Siggi. »Hún er meir en vis til þess eins og vant er«, sagði Gunna. »Þú þarft ekki blindfullan pott«, sagði Siggi. »Nei«, sagði Gunna og brosti við. »Hefirðu ekki rúsínur í hann?« sagði Stína. »Oftast nær reyni ég það«, sagði Gunna. Þau stóðu nú upp og þökkuðu Gunnu fyrir kaffið og spurðu hana, hvort hún mundi ekki koma. »Ef guð lofar«, sagði Gunna. Þegar þau komu heim, var búið að kveikja í hverju horni og fólkið var í óða önn að búa sig í sparifötin. Amma kom á móti þeim og fór með þau upp i herbergið sitt, dreif þau úr hverri spjör og þvoði þeim hátt og lágt, það mátti nú ekki undir höfuð leggjast um jólin. Síðan færði hún þau í sparifötin og var ekki lengi að; hún hafði nú velt þyngra hlassi um dagana, gamla konan. Nú þurftu þau að fara um alt húsið að sýna sig og sjá aðra. Þau luku upp dyrunum hjá vinnumönnunum og gægð- ust inn; þar voru þeir allir að raka sig og skafa. Guðni gamli var fljótastur að búa sig, hann lét duga að snöggklippa

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.