Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1925, Blaðsíða 11

Æskan - 15.12.1925, Blaðsíða 11
Æ S K A*íN 103 £3e3€3C3C3C3C3C o: ........... oooooooooooejoooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo e oo fs e oLag^Qpxn, Jólasaga eflir » Magna « með mgnd eftir höfundinn. 30 300 3C3C3 €5 .......:0oooo .....J oöööo:.....v."....:ö 30000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000 ooooo: oooo: ooo: oo:æ o:r O' oo: ooo: oooo: AÐ var í desembermánuði. Niðamyrkur grúfði yfir Dalsbotni, því að þorpsbú- ar höfðu flestir tekið á sig náðir, en á stöku stað mátti þó sjá rauðleitar glyrnur í náttmyrkrinu. Það voru vökukonur, senr hinar efnaðri fjölskyldur létu loga sér til skemtunar á illviðrisnótlum. Og þetla var sannnefnd illviðrisnótt: Snjórinn rauk eins og kóf yfir heiðarnar norður af Dalsbotni og kyngdi niður í hlíðunum, þar sem nokkurt skjól var að fá; svo hélt hann áfram tryllingsdansi sínum niður gegnum þorpið, hlóð stórsköflum fyrir allar dyr og fenti þar inn, sem nokkur var rifa; en stormurinn, félagi hans, smaug inn í hvern kofa og þandi sig út, svo að hrykti í röftunum. Já, þvílíkt veður! Pað var ekki von, að öllum yrði svefnsamt nóttina þá. Sjó- maðurinn bylti sér til í fletinu. Hann var að hugsa um bátinn sinn. — Verzl- unarstjórinn hrökk upp við það, að húsjárn skrölti eftir stéttinni, og hann fór að hugsa til geymsluskúrsins, hvort vel myndi nú gengið frá hurðunum. Kona daglaunamannsins vaknaði með andfælum við að elzti barnunginn fálm- aði ofboðslega framan í hana. Það log- aði nefnilega engin nátttýra á heimilinu því. Og svona var það víða. Slíkt veður hafði ekki komið í inanna minnum. Hefðir þú, vinur, þessa nótt verið staddur uppi á brúninni, þar sem heiðin og hlíðin fallast í faðma, þá má vera, að þú hefðir greint eitt dauft Ijós, svo einmanalegt og kyrkingslegt, gegnum hríðina — ljósið í kofanum hans Þor- steins á Mel. Grenjandi norðanveðrin hafa hamast á kofanum þeim, og votir suðaustan- vindarnir blásið um hann með alveg sama árangrinum. Hann stendur óbifan- legur eftir sem áður — einn sér, eins og mynd þolgæðis og auðmýktar. Vera má, að þér fyndist litið til hans koma, en svona er hann nú í mínum augum. Ef til vill er sagan, sem ég ætla að segja þér, eina ástæðan til þess. * — Ljós um hánótt í Mel! Kunnugum hefði brugðið í brún. Ekki gat spjátrungshætti verið til að dreifa, eða myrkfælni, eða eyðslusemi! Nei, ástæðan hlaut að vera önnur. Svo var og: Þorsteinn á Mel lá rúm- fastur með óráði og geysimiklum hita. Skot hafði hlaupið í fót honum, er hann var að rjúpnaveiðum, en nú var ekki læknis von, fyr en næsta dag. — Rökkur var í baðstofunni. Að vísu logaði þar á olíulampa, en geislarnir frá honum vesl- uðust fljótt upp í baráltunni við skugga- völdin; urðu fyrst að glætu og dóu svo út af í kolamyrkri. Við og við blossaði þó týran upp, svo sem til að láta ekki alveg gléyma sér og sendi drjúgan reykj- armökk út í stofuna, en það var rétt á meðan einhver vindstrokan stóð um bæinn. Við einn slíkan glampa hefði mátt sjá, hvernig grannri hendi var strokið um ennið á Þorsteini. Höndin var blá af kulda. Aðgætið auga hefði einnig getað greint Htinn dreng á rúm- bríkinni. Hann hafði brett upp kragan-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.