Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 15.12.1925, Qupperneq 22

Æskan - 15.12.1925, Qupperneq 22
114 ÆSKAN Magnús leit undan. »Ég ætlaði að gera það eins og þú getur skilið, en ég hefi engin skíði«. »Hefir þú ekki skíðin þín?« »Jú, en þú veizt þau voru gölluð, og svo braut ég skautann af öðru skíðinu í gær«. »Það var alveg satt. Það var ljóta klúðrið, lagsmaður. Þú verður að fá þér skiði aftur«. »Ég spurði hann pabba, hvort ég gæti fengið önnur skíði, en hann tók því mjög fálega«. Magnúsi vöknaði um augu. »Jæja!« »Hann hefir ekki efni á að láta mig fá ný skíði. Og svo hefir hann engan á- huga á samkepni vorri. Þú veizt það«. Þeir stóðu þögulir um stund og horfðu hvor á annan. »Það er ilt að vera alveg ráðalaus«, hugsaði ívar með sér. »Eitthvað verður að taka til bragðs. Ég get auðvitað talað við hann föður minn. En það er ekki víst, að það komi að haldi. Skíði eru afardýr, ef þau eru verulega góð. Og léleg skíði eru ekki um að ræða. En þú mátt til að keppa, hvað sem tautar. Það væri nú skárra, ef þú sætir hjá, einn allra bezti skíðamaðurinn«. Magnús horfði niður fyrir fætur sér og sópaði tréspónum til hliðar með öðr- um fætinum. »Nú verð ég að reyna að styDja því upp!« hugsaði Magnús. Og hann herti upp hugann. »Ekki vænti ég að þú vildir nú lána mér skíðin þín á morgun, ívar minn?« ívar hvesti augun á Maguús. »ílt er nú að neita honum«, hugsaði ívar. »Ég, - veitzu ekki að ég ætla að keppa? Ég get þetta ekki, þótt ég feginn vildi«, sagði hann vandræðalega. »Ég er bú- inn að láta skrifa mig. Veizt þu það ekki?« »Jú, það nær þá ekki lengra«. Þeir hættu að höggva vióinn. Og talið féll niður milli þeirra. Umræðuefnið þvarr. Innan skamms bauð Magnús gott kveld og hélt heim til sín. ívar horfði á eftir honum og tók nú fyrst eftir, hve fátæklega hann var lil fara. Honum sýndist nú fyrst fötin fara illa á Magnúsi. En út yfir tók, hve botn- inn í buxunum hans var síður. »Var Magnús grátandi, þegar hann fór? — Nú verð ég að klára að höggva viðinn«, hugsaði ívar. »Það er nú ekki mikið eftir«. En þegar hann var að enda við verk sitt, rétti hann sig skyndilega upp. Hann hafði einatt verið að hugsa um hann Magnús. Óskaplega leit hann raunalega út, þegar hann fór. Það er óttalegt að hugsa til þess, að hann Magnús skuli ekki geta reynt sig, einn allra-bezti skíðdmaðurinn í skólanum. Það má alls ekki koma fyrir eins og alt er nú vel undirbúið. Ætti ég ekki að fara til pabba? ívar hristi höfuðið. »Nei, það var ekki til nokkurs hlutar. Hvað á ég að taka til bragðs? — Einhvern veginn hlýtur að vera hægt að hjálpa honum Magnúsi. En að ljá honum skíðin min og fara ekki sjálfur! Það getur nú varla komið til mála«. Alt í einu ljómaði andlit ívars af fögnuði. »Það er ekkert auðveldara en að hjálpa honum«. ívar fór aftur að höggva, og höggspænirnar fuku alt í kringum hann. Það færðist nýtt líf í piltinn. Hann brosti, og augun ljómuðu af fögnuði. »Hvernig stóð á að mér datt þetta ekki fyr í hug? Er ég fábjáni, eða var ég svona utan við mig? Vitanlega hefir Magnús séð þetta. Þetta er það sem hann átti við. En hann hefir ekki komið sér til að segja það, þegar ég tók svona illa í það. En þetta skal ég nú leiðrétta«. ívar fleygði frá sér öxinni og kastaði kubbnum. Hann greip skíðin sín í flýti og hélt að heiman. Litlu síðar var barið eld- húsdyramegin að Bjargi. Magnús sat við eldhúsborðið. Hann var óvanalega þögull.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.