Æskan - 15.12.1925, Side 26
118
Æ S K A N
y< vy y< y< y< y< NX SX W y< >•< y< >x >X y< >•< y< >y y< y< y< y< >x NX NX V< N/ NX y<
>X >X >X >.< >.< >.< VX >.< >X >X >X >X >X >x >x >x >x >x >x >.< >x >x >.s >x
y/v/ y/y/ y<y< y<y<
y< >X y< ^ / < y< y< y*
y<yx >vjy< I U M hd Ud y<y< y<y<
y< y< y'. y< y< y<
y<y{. y<y< Eftir Johannes F ri ð laugsson. NXNX y<y<
^ Með myndum eftir ö/örn Björnsson. ^ ^ ^
y/y< * y<y< y<y< * y<ý<
y<y<y<y<>xy<y<y<y<y<y<y<y<y<y<y<y<y<y<y<y<y<y<y<y<y<y<y<y<y<y<
>x >.< >.< >.< >.< >.< >.< >x >x >.< >.< >.< >.< >.< >.< >.< >.< >.< >.< >.< >x >x >.< >.< >.s >.< >.< >.< >.< >.< >.<
»Pað sem pér gjörið einum af gðar
minstu brœðrum, það gjörið pér mér«.
AÐ var aðfangadagur jóla.
— Steinmóður gamli
þrammaði veginn, sem
lá úr kaupstaðnum út
að Kotinu hans, sem var
nokkui n spöl út með vík-
inni, sem kaupstaðurinn
stóð við. — Snjór var á jörðu og dimm-
viðrishríð og færið heldur þungt.
Steinmóður gekk löturhægt sama vagg-
andi ganginn eins og hann var vanur,
þegar hann var að bera vatn fyrir frúrnar
inni í kaupstaðnum, sem var hans fasta
atvinna allan ársins hring, hvernig sem
viðraði. E*að var sama þótt það væri
moldviðris norðan-stórhríð á veturna,
æfinlega rölti hann inn eftir til að bera
vatnið og gera aðra smásnúninga fyrir
konurnar í þessum húsum, sem hann
hafði lofað að bera vatn fyrir og sækja
eldivið. Hann var búinn að vera þarna
í Kotinu í fjöldamörg ár og alt af haft
þennan starfa á höndum. Öll þau ár
hafði enginn dagur liðið svo að hann
hefði ekki gert þessi verk.
Steinmóður gamli var aldrei veikur.
En gigtin — þessi árans meinvættur,
kvaldi hann dag og nótt. Þegar hann
fór á fætur á morgnana suma dagana
fanst honum hann ekki geta hreyft sig
fyrir gigtarverkjum, ekki sízt þegar ó-
stilt veður var eða veðrabrigði voru í
nánd. En gigtarverkirnir liðu frá, þegar
hann fór að gegna störfum sinum. »Ég
rölti hana af mér, skömmina þá arna«,
var hann vanur að segja, þegar kerling
hans, hún Bryndís, var að segja honum
að liggja í rúminu og hvíla sig. Og það
var satt. Hann rölti hana af sér. Þennan
dag var hann samt með allra lakasta
móti, sem hann mundi eftir. Um morg-
uninn var hann á tveimur áttum, hvort
hann ætti að fara inn í Víkina. Gigtin
var alstaðar í honum og honum fanst
hann ómögulega geta gengið. En svo
harkaði hann þetta af sér. þennan dag
mátti hann sízt af öllu láta sig vanta;
sjálfan aðfangadaginn, því þá voru snún-
ingarnir margir, sem hann þurfti að fara
fyrir húsmæðurnar. Það þekti hann frá
fyrri árum. Og svo var þetta venjulega
hans mesti aíladagur ársins, eins og
hann komst að orði. Pá var honum
jafnan gefið meira af ailskonar matar-
tegundum en endiarnær. Nei, þennan
dag mátti hann ekki láta sig vanta í
Víkinni.
Nú var komið fram yfir miðjan dag
og farið að rökkva og Steinmóður gamli
var á heimleið. Vonir hans um aflann
höfðu heldur ekki brugðist. E*að sýndi
pokinn, sem bann bar á bakinu. Sjaldan
hafði honum fénast meira af allskonar
mat og kaffibrauði en í þetta sinn.
Seinast hafði frú Sigríður, kona Björns
kaupmanns, stungið niður i pokann
vænni rúllupylsu og tveimur kertuin og
vænni jólaköku. »Blessunin sú arna«.
Hún var oft drjúg að skjóta til hans
matarbita. Greiðviknari en sumar hinar
frúrnar, sem sjaldan létu nokkuð af
hendi rakna, nema þessa fáu aura fyrir