Æskan

Volume

Æskan - 15.12.1925, Page 28

Æskan - 15.12.1925, Page 28
120 Æ S K A N við að þvo gólfið, sem hún var að enda við að gera hreint fyrir hátiðina. »Farðu nú úr utanyfirfötunum og Íivíldu þig, karlinn minn. Ég skal svo koma með kaffisopa handa þér, þegar ég er búin hérna með gólfið. En mið- degismatinn færðu ekki fyr en í kvöld«. »Já, það er gott að fá kaffisopa til að hressa sig á. Ég er orðinn bálflúinn af einu baðstofuhorninu, lauk honum upp og tók þar flösku með víni og helti út í kaffið hjá karli sínum. Steinmóður leit upp stórum augum. Þetta hafði hún ekki gert lengi, að gefa honum dropa út í kaffið. Annars kom það varla fyrir að hann smakkaði á- fengi. En gott var það að fá svolítinn dropa út í kaffi, þegar maður var kaldur »Steinmóður gamli var í vandræðum«. þessu rölti, og svo að bera pokann, því hann er býsna þungur. Þær voru drjúgar að tína i hann í dag, blessaðar konurnar í Víkinni«. »Jæja, það er gott. Ég skal fara með hann fram, þegar ég er búin hérna«. Litlu síðar fór Bryndís fram og kom að vörmu spori með sjóðandi kaffi í merkurskál og færði manni sínum og heitar lummur með. Pað hýrnaði yfir Steinmóði gamla, þegar hann leit drykk- inn og lummurnar. Það var svo nota- legt að renna niður dropanum, þegar hann kom kaldur og þreyttur heim. Síðan gekk Bryndis að skáp, sem var í og þreyltur. Hann iðaði í skinninu af tilhlökkun að fá að hressa sig á þessu. En hvað skyldi koma til að Bryndís gerði þetta núna. Það hlaut eitthvað að standa til annað en jólahátíðin. Þegar hann var búinn að drekka, hall- aði hann sér aftur á bak í rúmið silt til hvíldar. Nú tók Bryndís til máls og var ó- venju blíð í rómnum: »Karlinn minn, undanfarna daga hefi ég verið að hugsa um ofurlítið, sem mig langar til að minnast á við þig. Ég var fyrst í vafa um það, hvernig þú mundir taka í það, en eftir því sem ég hefi hugsað lengur

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.