Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 15.12.1925, Qupperneq 29

Æskan - 15.12.1925, Qupperneq 29
Æ S K A N 121 um það, finst mér það sjálfsagt að við eigum að gera það og að þú munir samþykkja það með ánægju«. Bryndís þagnaði og var eins og hún væri að hugsa sig um, hvernig hún ætti að bera umræðuefnið fram. Steinmóður þagði líka og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Hvað skyldi það vera, sem hún vildi, kerlingin. Eitt- hvað sérstakt hlaut það að vera, fyrst hún hafði þennan formála fyrir erindinu. Svo tók hún til máls aftur: »Eins og þú manst, druknaði hann Jón nágranni okkar um veturnætur og varð þá konan hans, hún Sigríður, ein- stæðingur með eitt barn, hana Herdísi litlu, sem er eitthvað fimm ára. Og núna í vikunni fyrir jólin andaðist svo Sig- ríður og nú er Herdís litla einstæðingur, sem á engan að og liggur ekkert fyrir henni nema sveitin, og svo að hrekjast eitthvað suður í vor á sveit foreldra sinna, því þau voru ættuð að sunnan. Hann Grímólfur kaupmaður tók hana til sín fram yfir hátíðina eða þangað til að búið er að koma móður hennar í gröfina. Hann er oddviti og varð eitthvað að ráða fram úr þessum vandræðum. Ég heyrði í gær, að hann væri að reyna að koma henni niður, en það vildi eng- inn taka hana. Nú hefir mér dottið til hugar, meðfram af því að Sigríður sál- uga var ofurlítið kunnug hérna og kom nokkrum sinnum með stelpuna hingað og bað mig fyrir hana meðan hún var í vinnu, hvort við ættum ekki að taka hana til okkar núna um jólin og ala hana upp á meðan við getum. Hvað segir þú um það, karlinn minn?« Steinmóður gamli leit upp stórum undrunaraugum á kerlingu sína. Svona langa ræðu hafði hún ekki haldið lengi og svo þessi dæmalausa fjarstæða, að þau færu að taka barn til fósturs, þau, sem varla gátu unnið fyrir sjálfum sér. í*að var ómögulegt, að kerlingunni væri alvara með þetta. Pað var bezt að látast ekki heyra það og gegna því engu. Bryndís þagði um stund, en tók svo til máls aftur, þegar Steinmóður þagði. »Ég sé að þú ert að hugsa um þetta og það er gott. Ég er viss um að það er gustukaverk að taka stelpuna, sem er heldur kjarklítil og þolir illa að flækj- ast á milli vandalausra. En ég veit, að hún unir hjá mér, og ég veit, að hún mun gera sér það að góðu. Hún er vön við fátæktina og hún þekkir sig bezt hér. Svo getur hún orðið okkur til gamans og gagns, því hún getur hlaupið fyrir mig smásnúninga, fært þér matinn og kaffi, þegar þú ert i fiskvinnu á sumrin. Ég er nú orðin gömul og stirð til hlaupa. Ertu þessu ekki samþykkur?« Steinmóður reis upp i rúminu. »Mér finst þelta varla svaravert. Heldur þú að við höfum efni á því að fara að taka vandalausan krakka fyrir ekki neilt. Við sem varla gelum unnið fyrir okkur, hvað þá fyrir öðrum. Mér finst þetta ekki ná neinni átt að tala um slíkt og ég er alveg hissa á að þér skyldi detta önnur eins vitleysa í hug«. »Þetta er engin vitleysa. Ég er búin að hugsa mikið um þetta, og ég veit að við getum vel gert það. Við erum ekki efnuð, það veit ég vel, en við höfum nóg, og það munar ekki um að bæta einu barni við. Ég er viss um, að það er góðverk að taka hana og við höfum ekki gert mörg góðverk um dagana. Og þú manst, hvað frelsarinn sagði: »Það sem þér gjörið einum af yðar minstu bræðrum það gjörið þér mér«. »Heldurðu ekki að það væri nær að einhverjir, sem eru efnaðri en við, tækju hana. Þeir sem hafa nóg af öllu, t. d. kaupmennirnir eða presturinn«. »l?að er ekki til neins að tala um það. Þeir gera það ekki. Ég þekki þá ofvel til þess, þessa höfðingja«. Steinmóður gamli var í vandræðum.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.