Æskan

Årgang

Æskan - 15.12.1925, Side 30

Æskan - 15.12.1925, Side 30
122 Æ S K A N Honura fanst þetta ekki ná nokkuri átt að taka barnið, en heyrði að Bryndísi var þetta alvara og hann þekti það, að það var ekki gott að fá hana til að hætta við það, sem hún var einu sinni ráðin í að gera. Hann viidi því reyna að fara einhvern meðalveg og vita hvort hún léti sér ekki nægja með það. »Ég væri máske ekki frá því að taka krakkann, til vorsins, eða þangað til að búið væri að koma henni fyrir, ekki sízt ef ég fengi einhverja þóknun hjá hreppsnefndinni fyrir það. Ertu ekki ánægð með það?« »Nei. Annaðhvort tek ég hana alveg og hef hana meðan við getum og það meðgjafarlaust eða ég skifti mér ekkert af þessu máli. Hitt er ekkert góðverk. Og ég er viss um, að guð mun blessa vinnu okkar svo að við verðum sjálf- bjarga á meðan við þurfum þess með. Og einhverstaðar stendur það, »að þar sem björg sé til handa tveimur, er nóg handa þeim þriðja«. Okkur munar ekki svo mikið um að gefa einu barni að borða, og þótt stundum sé þröngt í búi hjá okkur, þá vona ég að hann, sem alla fæðir, muni einnig hjáipa okkur. Nú fara jólin að byrja og mig langar svo mikið til að taka Dísu litlu til okkar strax. Ég fann hana i gær og sýndist hún öll grátbólgin og svo dauf. Henni bregður við að vera hjá öllum ókunnugum. Nú er engin móðurhönd, sem hjúkrar eða huggar hana«. »Jæja, kerling mín, þú ræður þessu, ég skal ekki skifta mér af því, fyrst þú endilega vilt það, enda kemur það lík- lega mest á þig að vinna fyrir henni. Ég heyri að þér er þetta alvara«, sagði Steinmóður gamli og hallaði sér aftur á bak upp í rúmið aftur. Hann þóttist vita, að öll mótstaða væri þýðingarlaus. Bryndís varð að ráða þessu. »Pakkaþér fyrir, karlinn minn«, sagði Bryndfs og var feginleiki í rómnum. »Nú fer ég að sækja hana, áður en al- dimt er orðið«. Par með var liún þotin á stað. Hús Grímólfs kaupmanns var alt upp- ljómað. Þar voru allir á ferð og flugi að búa alt undir hátíðina. Börn þutu um húsið með hávaða og gauragangi. Þau voru nokkuð mikil fyrir sér kaup- mannsbörnin. Allir voru með gleðisvip nema Herdís litla. Hún sat úti i einu horninu á íverustofunni og var að dunda við gullin sín. Pað var söknuður og leið- indi í huga hennar og henni hafði liðið hálfilla þessa fáu daga, sem hún var búin að vera þarna í húsinu. Að vísu var fullorðna fólkið ekki vont við hana, en börnin stríddu henni og hlógu að henni og kölluðu hana Grýlubarnið, af því hvað hún var illa til fara. Hún átti ekki athvarf hjá neinum. Og þótt frúin vildi vera góð við hana, þá gat hún ekki felt sig við hana. Pað vantaði þennan innileik og hlýju, sem hún hafði átt að venjast hjá móður sinni. Hún vissi, að móðir sín var dáin, og þó hún gæti ekki gert sér ljósa grein fyrir því, vissi hún þó, að hún mundi aldrei koma til hennar aftur. Barnshugurinn þráði alúð og nærgætni og einhvern, sem skildi raunir hans og hann gat leitað til i sorgum sínum. Henni leiddist ákaflega þarna í húsinu og langaði í burtu, en hvert vissi hún varla sjálf. Hún var ó- kunnug í öllum húsum í Víkinni, nema helzt þá hjá Bryndísi og Steinmóði í Kotinu, þar hafði hún nokkuð oft komið og Bryndís hafði æfinlega verið mjög góð við hana og oft gefið henni smá- vegis. þangað langaði hana helzt að komast. í gær hafði hún ymprað á því við frúna, hvort hún mætti ekki fara og vera hjá Bryndísi gömlu. En frúin hafði sagt, að þangað ætti hún ekkert erindi og fengi ekki að fara til hennar.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.