Æskan

Årgang

Æskan - 15.12.1925, Side 33

Æskan - 15.12.1925, Side 33
Æ S Iv A N 125 ***************************************** *** *** ** Dýrðlegur atburður. *; * * $$ Æfintýri eftir Evu Hjálmarsdóttuv. #* *** *** ***************************************** var austur á Gyðingalandi. tið hús stóð utarlega í borg- ni Betlehem. I ú bjó ekkja með tvö börn. Þau voru bæði ung og gátu því ekki unnið fyrir sér. Og af því ekkjan var svo fátæk, átti hún fult í fangi með að vinna fyrir þeim öllum og svo hafði það bæzt þar ofan á, að bæði börnin höfðu veikst og hún átti mjög erfitt með að fara nokkurn tíma frá þeim og varð því fljótt þröngt í búi, þegar hún gat ekki unnið, og börnunum þyngdi stöðugt og leit nú ekki út fyrir annað en þau myndu deyja þá og þegar. Matarlaust var orðið í kot- inu og konan sat hungruð og grátandi yfir dauðvona börnunum. í*á var klappað á hurðina og nágrannakon- an gekk inn með körfu í hendinni; hún var með mat í lienni til að færa konunni. »Aumingja Sara mín«, sagði hún blíðlega, »þú verð- ur að fyrirgefa, hvað ég kem seint; maður er alt af svo eigingjarn, að láta sjálfan sig og sína sitja fyrir«. »ísraels guð munlaunaþér, Elísabet«, sagði Sara. »Éghef ekki gelað farið frá þeim til vinnunnar svo lengi, þau hafa verið svo ákaflega veik, og ég er hrædd um að þau deyi þá og þegar«. »Guði er ekkert ómáttugt«, sagði Elísa- bet. »Eins og hann leiddi ísraelsbörn yfir eyðimörkina, eins mun hann gefa börnunum þínum heils- una aftur«. Svo fóru þær að stumra yfir börnunum og reyna að gefa þeim mjólk. Þau voru mjög máttfarin og gátu varla rent niður. »Rakel hefir verið mikið veikari en Elí«, sagði Sara, »en þó hef ég litla von með hann nú. Eg fer að verða þróttlaus að vaka lengur yfir þeim«. »Það eru svo margir að- komandi í bænum núna«, sagði Elísabet. »Ég skal reyna að ná í einhverja góða konu til aö hjálpa þér«. »Ég hef nú verið að liugsa til hennar Leu gömlu í litla húsinu við götuna; en ég hef engan haft til að senda til hennar; hún er alt af hjálp- söm og nákvæm við sjúka«. »Ég skal láta liana ltut mína hlaupa til hennar og biðja hana að koma til þín«, sagði Elísabet. »Og vertu blessuð og líði þér vel«. »Guð launi þér hjálpina og vertu sæl«, sagði Sara. Stundu siðar kom Lea til Söru og færði henni brauð og geitamjólk. »Alt af er það eins að leita til þín, Lea mín«, sagði Sara.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.