Valsblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 6

Valsblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 6
6 VALSBLAÐIÐ Walur ocý ádra Enn í dag mA lieyra amast viS íþrótt- um. Það sé allt vitlaust í þessum leik- araskap, enginn friður fyrir þeim í út- varpinu, dagblöSin full af íþróttafrétt- um, svo að ekki sé talað um tíma- eyðslu unglinganna, sem væri skammar nær að taka hendi til einhvers, sem gag’n væri aS. Þetta lieyrist nú, þegai vinnutími hefur verið styttur æ ofan í æ og vitað er, aS lioll tómstundaiðja er þjóðarnauSsyn. Það er því ekki óeðli- h'gt, að skilningurinn á gildi íþrótta væri af skomum skammti fyrir tæpri liálfri öld og kveðiS hafi við þennan tón meðal hinna ráSsettu borgara þessa bæjar. Það var því mikið lán Vals, að slík- ur maSur sem séra Friðrik skuli þegar eftir stofnun félagsins liafa komið auga á gildi knattspyrnuíþróttarinnar til uppeldis og þroska fyrir hina ungxi menn. Er séra Friðrik liafði horft á skipu- lagðan leik ])essara ungu sveina, sem fengiS höfðu samþykki hans til að stofna knattspymufélag innan K. P. U. M., varð honum þegar ljóst, livílík- ur fyrirmyndarleikur knattspyrnan er, og að hún gæti verið hiS bezta upp- eldis- og þroskameðal, ef rétt væri á haldiS. Séra Priðrik lét þá heldur ekki standa á sér. Kynnti sér af bókum allt, er að knattspymuiðkunum laut, svo hann gæti leiðbeint Valsungunum som bezt og þarmeS beint starfi hins unga félags inn á braut andlegs og líkamlegs jiroska. Hann skýrði fyrir jieim hugsjón leiksins, hvemig höfuStilgangnrinn væri að ná valdi yfir líkama sínum, temja sér prúðmannlega framkomu og sain- stilla einstaklings framtak sitt, liag heildarliðsins. Hann stjómaSi æfingum Vals þannig, að þroska þessum yröi náð sem bezt, bannfærði ósæmilegt orö- bragð, örfaSi til prúðmannlegrar fram- konni á allan máta og endaði hverja æfingu meS stuttri andagt. Hann kall- aði á hina ungu drengi til sín á funcii í K. P. U. M., las fyrir jiá framhalds- sögur, sem höfðu göfgandi áhrif a j)á og livatti á allan hátt. Pyrir siíkc fundi urðu m. a. Keppinautar til, sem Valur gaf út og komin er út í annan útgáfu. Ómetanleg eru þau áhrif, sem Vals- Séra Friðrík að flytja ávarp sitt, að baki honum eru hinir heiðursíélagar VALS, þelr Guðbjðrn Guðmundsson, Jón Sigurösson og Axel Gunnarsson. - Formaður VALS stendur lengst til hægrl. Á varp séra FrLÓriks FrLðrikssonar Kæru vinir. Mér er það vissulega óblandinn gleði, að þið Valsmenn skulið hafa komið hingað í dag, svo fjöl- mennir, til þess að óska mér til hamingju á 90. afmælisdegi mín- um. Ég flyt formanni félagsins beztu þakkir fyrir hið góða ávarp hans, sem hann flutti mér, og innilegar heillaóskir. Ég þakka fyrir þann mikla heiður, sem mér er sýndur með því, að Valur hyggst reisa mér myndastyttu á félagssvæði sínu, síðar meir. Margar kærar endurminningar eru tengdar við Val og starfsemi hans. Sannarlega man ég þá tíð og minnist oft, er nokkrir ungl- ingar í KFLFM komu til mín vor- ið 1911 og spurðu mig um það, hvort þeir mættu stofna knatt- spyrnuflokk á grundvelli KFUM, Ég sagði já að vísu og hugsaði um leið: Þeir hafa ágætt af því að hlaupa um úti í góða loftinu, eftir inniveru allan daginn. Svo var það eitt kvöld, að ég lagði leið mína út á mela til að ungar hafa or'öið fyrir, beinlínis gcgn- um anda og J)á hugsjón, sem séra Priðrik glæddi með hinum ungu frum- herjum Vals. Þessi áhrif móta enn starf og stefnu félagsins og munu von- andi gera j)að meðan Valur er til. horfa á þá. Ég botnaði hreint ekki neitt í neinu, skal ég segja ykkur. Þetta hefði heldur ekki nú þótt neinn fínn fótboltavöllur, ekkert rutt svæði, engar mark- stengur til dæmis, aðeins tvær steinahrúgur hvoru megin. En það, sem mest undraði mig, var, að einn drengurinn virtist vera hornreka. Ég hafði lagt ríkt á við þá að sýna félagslyndi og vera góðir hverjir við aðra. Gekk ég því til hans og spurði í með- aumkunarróm: „Hafa þeir verið vondir við þig og rekið þig úr leiknum?“ Hann leit forviða á mig og sagði: „Nei“. „Af hverju ertu þá ekki í leiknum?" Hann svaraði: „Ég er í leiknum, ég er í gulli, ver gullið, gullmaður“. Ég sá, að ég skyldi ekki, sagði samt ekki meira, en sá ekkert gull. Er leiknum var lokið, bað ég þá að gjöra svo vel að lofa mér að sjá, hvernig þeir röðuðu sér upp til leiks. Þeir gerðu það, og allt í einu var sem eldingu lysti niður rétt fyrir framan mig. Ég sá fyr- ir mér rómverskar fylkingar rað- aðar upp til orustu. Ég sá eins og á taflborði fyrir framan mig, leikmennina á reitum sínum, og gildi leiksins sem hið bezta sjálfsuppeldismeðal varð mér ljós á einu augnabliki. Ég man þetta allt enn eins og það hefði Framhald á bls. 8.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.