Valsblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 7

Valsblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 7
VALSBLAÐIÐ 7 Líkamleg æfing - RæSa haldin í Saurbæjarkirkju viS lieimsókn „Vals“ í Lindar- rjóður þ. 20. júlí 1930. Texti: Son minn, gleym eigi kenningu minni. Og hjarta þitt varðveiti boðorð mín. Því að langa lífdaga og farsæl ár og velgengni munu þau veita þér í ríkum mæli. Kærleiki og trúfesti rnunu aldrei yfirgefa þig. Bind þau um háls þér rita þau á spjald hjarta þíns, Þá muntu ávinna þér hylli og fögur hyggindi bæði í augum Guðs og manna. Mundu til lians á öllum vegum þínum, þá mun hann gjöra stigu þína slétta. Þú skalt ekki þykjast vitur; Óttast Drottinn og forðast illt: Það mun verða heilnæmt fyrir líkama þinn Og hressandi fyrir bein þín. Orðskv. 3, 1—8. Vér erum hér saman komnir í þessu litla Guðshusi, sem geymir svo margar minningar frá liðnum tímum. Hér á þessum stað orti Hallgrímur Pétursson ljóð sín og söng söngva sína. Hér þjónaði hann Guði með lífi sínu og veg- samaði hann með þjáning sinni og harmkvælum. Héðan flutti hann blindur og holdsveikur, og hingað var hann aftur fluttur sem andvana lík til þess að líkami hans mætti hvíla í gröfinni til upprisudagsins. Enginn trúaður og kristinn Islendingur getur staðið hér á þessum stað án þakk- lætis og lotningar. — Hér erum vér komnir saman, skógarmenn í K.F.U.M., vér, sem orðið höfum aðnjótandi þeirra sérréttinda að eignast dvalarrétt í hinu yndis- lega skógarrjóðri, sem áður heyrði til landareign þeirri, sem Hallgrímur hafði yfir að ráða. Hingað koma á hverju sumri ung- ir sveinar úr höfuðstað landsins til þess að lifa saman í heila viku og njóta hvíldar og endurnæring- ar í náttúrunni, og styrkjast í samfélaginu við Guð og frelsara vorn Jesúm Krist. andtegur þroski Hingað er og í dag kominn saman á skemmtiför iþrótta- flokkur K.F.U.M., Knattspyrnu- félagið „Valur“ og hér í þessari kirkju við gröf Hallgríms Péturs- sonar vilja þeir einnig eiga minn- ingarríka blessunarstund áður en þeir snúa heim aftur inn í ys og þys bæjarlífsins. Hér á þessum stað talar hinn alvaldi Guðssonur til vor og hann, sem í ósýnilegri návist sinni stendur hér mitt á meðal vor, tal- ar við hvern einstakan af oss, síiýr sér að hverjum manni og ávarpar hann í trúnaði hjartans. „Son minn, gleym eigi kenning minni og hjarta þitt varðveiti boðorð mín“. Vér erum oft svo gleymnir, og það er margt, sem glepur fyrir, svo að vér afrækjum það, sem oss ríður mest á, gleymum því, er sízt skyldi. Hlustaðu nú á, og taktu vel eftir, því nú talar hann við þig, og biður þig svo innilega. „Son minn!“ segir hann; hann elskar þig sem son, hefur ekki augun af þér. Nú horfir hann á þig með öllum kærleika sínum: Son minn, gleym eigi kenning minni. Hún er svo heilnæm, að þér vegnar vel, ef þú geymir hana. Hún veitir hjartanu frið, og með friðinum þrótt og kraft, ef þú fylgir henni með kærleika og trúfesti. Ó, ekkert getur veitt þér slíkan unað sem samfélagið við Jesúm Krist og hlýðnin við hann. í kenningu Jesú Krists er hin sanna lífsspeki, að fylgja henni af öllu hjarta ávinnur þeim, sem það gjörir, hylli og fögur hyggindi bæði í augum Guðs og manna. Líttu á Hallgrím Pétursson. Hann rækti kenningu Jesú Krists og varðveitti svo boð- orð hans, að Jesús var honum allt. Var hann ekki í sannleika hamingj usamur ? Ávann trúin honum ekki hylli Guðs og manna? Hann varð að vísu holdsveikur og blindur. Hvað gerði það í raun- inni? Hefur nokkur Islendingur átt meiri hylli að fagna en hann? Hann hefur verið elskaður af heilli þjóð nú í hálfa þriðju öld, og þannig, að hann hefur verið svo lifandi hverri kynslóð, svo ríkt í minni hennar, eins og hann væri samtíðarmaður. Þegar ég var ungur og heyrði sögur um Hall- grím Pétursson, fannst mér þær vera svo lifandi í manna minnum, eins og væri hann nýlega látinn. Leyndardómurinn við líf hans var þetta, að hann treysti Drottni af öllu hjarta, mundi til hans á öllum vegum sínum. Þess vegna gat hann ort eins og hann orti og dáið dýrlegum dauða. En þetta voru engin sérrétt- indi fyrir hann. Vér eigum þess allir kost, ef vér viljum lifa Guði. Þá getur líf vort verið honum til vegsemdar og til blessunar fyrir aðra. Ef vér viljum treysta Drottni algjörlega fyrir oss og •• f Sumarlú&ir JC3AÁM í oCindu rrjóSri 'Uatnaálóg.i

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.