Valsblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 15

Valsblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 15
VALSBLAÐIÐ 15 Bury, brezkt atvLnnulið í heimsókn Fyrsta erlenda knattspyrnu- heimsóknin á þessu vori var í byrjun júnímánaðar s. 1., en þá kom hingað lið atvinnumanna frá borginni Bury í Mið-Englandi, en sú borg er álíka fjölmenn og Reykjavík. Félag það, sem liðið sendi, kennir sig við borgina og er nú eins og sakir standa 4. í röðinni í 3. deild hinni nyrðri. Brezka liðið kom hingað í boði K. R. og Váls, en þau félög hafa haft með sér samvinnu um boð erlendra flokka hingað hin síðari ár. Móttökunefnd félaganna var þannig skipuð: Sigurgeir Guð- mannsson formaður, Haraldur Gíslason, Haraldur Guðmundsson, Ólafur Guðmundsson, Hans Kragh, Gunnar Vagnsson, Her- mann Hermannsson og Valgeir Ársælsson. Fimm hinna fyrst- töldu voru frá K. R. en hinir frá Val. Þá sat form. knattspyrnu- deildar K. R. Sigurður Halldórs- son, alla fundi nefndarinnar og vann mikið undirbúningsstarf fyrir móttökurnar á flokknum. Bretarnir dvöldu hér 10 daga og léku alls 5 leiki, e?a annan hvern dag. Fyrsti leikur þeirra var við K. R. og var það eini leikurinn sem Bretarnir biðu ósigur í með 1:0. Annar leikurinn var við Val, og þá sigr- uðu gestirnir með 4:0 Þriðji leikurinn var við Akranes, sem tapaði með 3:1. — Fjórði leikurinn við Fram sem Bretarnir unnu 3:0 og loks fimmti og síðasti leik- urinn við úrval Suð- vesturlands, sem þeir einnig unnu 3 :0. Alls skoruðu Bretarnir 13 mörk gegn 2. Þetta brezka 1 ið lék fjög skemmti- lega knattspyrnu. létta og leikandi Knattmeðferð og leik- tækni öll mjög til fyrirmyndar og lærdómsrík. Nákvæmir í send- ingum hvort heldur var með höfði eða fótum og öruggir í skiftingum, en ekki að sama skapi skotvissir á mark, en það var þeirra veika hlið. Allir leikirnir fóru fram á Melavellinum að undanteknum þeim síðasta, við Suð-vesturlands úrvalið, sem fram fór í Laugar- dalnum. Eftir leikinn við Val, sem al- mennt var talinn skemmtilegasti leikurinn og þar sem Bretunum var veitt einna hörðust mót- spyrna, þótt þeir sigruðu í þeim leik með flestum mörkum, voru þeir gestir Vals í félagsheimilinu að Hlíðarenda og sátu þar rausn- arlegt kaffiboð. Undir borðum á- varpaði formaður Vals Bretana og þakkaði þeim ágætan leik og vænti þess að þeir hefðu mikla ánægju af að koma hingað til Is- lands í heimsókn og þeir hyrfu héðan með góðar endurminningar um land og þjóð. Árnaði hann síðan flokknum allra heilla í framtíðinni. Fararstjóri Bretanna þakkaði ágætar móttökur og skennntilegan leik. Þá var skiftst á merkjum félaganna. Er borð höfðu verið upptekin, voru Bretunum sýndar fram- kvæmdir á félagssvæðinu, m. a. hið mikla íþróttahús, sem þeir dáðust mjög að. E. B. Liðift !éttist um 22 kíló Það er ekki tekið út með sitj- andi sældinni, að keppa um það að verða heimsmeistari í knatt- spyrnu. Það fengu Brasilíumenn- irnir að reyna í leiknum við Austurríki, en þar á þessum eina og hálfa tíma léttist liðið um 22 kg. Metið átti framvörðurinn Dino, sem léttist um 3,5 kg.! Og hér hafið þið þyngdina fyr- ir og eftir leikinn: Gylmar 73,5 —72,5, De Sordi 74,0—72,5, Beldini 83,1—82,5, Santos 78,0— 76,0, Dino 74,5—71,0, Orlando 71,0—68,5, Joel 62,5—60,0, Didi 69,0—68,0, Massola 76,0—74,0, Dida 63,5—61,0, Zagallo 61,5— 60,0 kg.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.