Valsblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 13

Valsblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 13
VALSBLAÐIÐ 13 betri mönnum sínum. þá Jón Björnsson, Inga og Steingrím, sem ásamt Hans Guðmundssyni hafa allir sýnt ágæta leiki og vaxið við hverja raun. „Fall er farar- heill“, segir máltækið, og ætlar það að sannast, því flokkurinn hefur sýnt mikinn áhuga og æft vel, og er það trú mín, að hóp- urinn eigi eftir að láta talsvert til sín taka; áður en sumarið er á enda. Flokkurinn sigraði Þrótt, sem hefur ágætu liði á að skipa, 3:1, tapaði fyrir K. R. 1:2, en átti að sigra þar. Keflvíkingar sóttu Val heim í byrjun júní, og gátu Valsmenn hefnt nokkuð ófaranna í Kefla- vík með því að sigra 2:1 í ágæt- um og jöfnurn leik. Knattspyrnu- félagið Víkingur sýndi félaginu þann sóma, að bjóða 3. fl. að leika vígsluleikinn á hinum nýja velli sínum. Valur sigraði þar Víking 3:0, og kom það í hlut Inga að skora þar fyrsta markið á þeim velli. Því er ekki að leyna, að liðið er ekki nógu „þétt“, þar sem 5. ft Vats OCj J.8JC hinir fjórir fyrrgreindu piltar „halda því uppi“, eins og sést á fyrstu leikjunum. Bak- verðina skortir allmikla leik?ii, og útherjarnir eru enn ekki nógu virkir. Helgi markvörður og Hrafn framvörður hafa eflst við hverja raun, og er vonandi, að hinir æfi það vel, að hvergi verði veikur hlekkur. B-liðið lék við Ph'am og tapaði, en Víkingur mætti ekki til leiks. Margir efnilegir strákar eru í flokknum, og beztu leikina hafa sýnt Róbert Jónsson, sem er fyr- irliði, Sigurður markvörður og Garðar útherji. II. flokkur. Það má með sanni segja að II. fl. Vals hefur staðið sig bezt allra flokka félagsins. Flokkurinn vann Rvíkur-mótið með yfirburðum og færði félaginu einu verðlaunin á vorinu. Liðið er skipað jöfnum pilt- um, og er hvergi gat í því. Einstakir leikir fóru þannig: Valur—Þróttur 2:0. Valur—Vík- ingur 5:0. Valur—K.R. 2:1 og Valur—Fram 2:0. Sá, sem einna mest hefur lcom- ið á óvart er Egill Árnason, sem lék í marki og stóð sig með mikl- um ágætum. Það iná segja að Egill hafi vaknað af værum blundi, því hann lék bakvörð í IV. fl., en hætti þar til nú. Úrslitalcikinn lék Egill bakvörð og stóð sig þar með prýði. Þrír nýliðar léku með flokkn- um, Ingi Hjartarson, hinn góð- kunni handboltamaður, lék í marki gegn Fram, mátti ekki leika með Val fyrr en 10. júní. Kom Ingi skemmtilega á óvart með leik sínum. Jón Jónsson lék bakvörð einn leik en varð fyrir því óhappi að fótbrotna í á- rekstri skömmu síðar. Ólafur Jónsson lék tvo leiki við góðan orðstír. Vörnin hefur verið all traust. Hjálmar, Björn og Þorsteinn fyrirliði, en má þó gæta sín, þegar við veikari lið er að ræða. Skúli hefur átt góða leiki, svo ungur sem hann er, útherjarnir Helgi, Marteinn og Davíð Helga- son, hafa allir sýnt skemmtileg tilþrif, þó hver á sinn hátt. Helgi Framhald á bls. 14, REYKJAVlKURMEISTARAR VALS I 2. FLOKKI 1958, Fremri röð frá vinstri: Marteinn Steinþórsson, Hjálmar Baldursson, Ingólfur Hjartarson, Egill Árnason, Skúli Þorvaldsson, Aðalsteinn Ing'ólfsson. Aftari röð frá vinstri: Þorsteinn Frið- þjófsson fyrirliði, Óli Ásmundsson, Matthías Hjartarson, Björn Júlíusson, Berg- steinn Magnússon, Davíð Helgason og Helgi Magnússon. Á myndina vantar Ólaf Jónsson. STARFIÐ 1

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.